fbpx

LITUR ÁRSINS 2017: GREENERY

Fyrir heimilið

Ef að þið hélduð að plöntutrendið hefði náð hámarki sínu þá er það bara rétt að hefjast. Alþjóðlega litakerfið Pantone hefur loksins gefið út hver verður litur ársins 2017 og er það fallegur og bjartur gul-grænn litur sem hefur verið gefið heitið GREENERY. Á næsta ári munum við því sjá nokkuð mikið af grænum litum, Greenery minnir okkur á vorið og bjartari tíma og ég er nokkuð ánægð með valið. Það eru fjölmörg tískufyrirtæki, hönnuðir og jafnvel snyrtivöruframleiðendur sem vinna með liti ársins en þið eruð eflaust nokkur sem eruð nú þegar búin að ákveða að þessum lit ætlið þið ekki að klæðast.

Litur ársins er þó eitthvað töluvert meira en yfirborðskenndur litaspádómur sem eigi að hertaka heimili okkar og fataskápa. Þetta er nefnilega töluvert pólitískara en svo og enduspeglar örlítið hvað er að gerast í heiminum, grænn litur er gjarnan tengdur við nýtt upphaf, ferskleika og endurnýjun og jafnvel grænan lífstíl. Miðað við allt sem við höfum lesið í fréttunum á árinu og það sem gengið hefur á þá á þetta líka að minna okkur á að með nýja árinu megum við að slaka örlítið á og jafnvel taka skref aftur á bak frá lífsgæðakapphlaupinu. Leita meira inn á við, minnka stress og tengjast aftur náttúrunni. Við erum ekki endilega öll að fara að gera það, en það má alveg bæta við heimilið a.m.k. nokkrum plöntum?

pantone-color-of-the-yeat-2017-designboom-04

svartahvitu-snapp2

VINNUR ÞÚ 240.000 KR. GJAFABRÉF Í FALLEGUSTU VERSLUNUM LANDSINS?

Skrifa Innlegg