fbpx

LÍFIÐ ÞESSA DAGANA…

Persónulegt

Það er í raun ótrúlegt að ég sinni ekki betur flokknum hér á síðunni sem heitir Persónulegt, bæði hef ég sjálf ótrúlega gaman af því að skyggnast inn í líf annara á bloggvafri mínu og finnst það oft vera skemmtilegustu færslurnar:) Ég tók saman nokkrar símamyndir til að deila með ykkur. Lífið þessa dagana gerist að miklu leyti innan veggja heimilisins, veðrið er jú ekki að bjóða mér uppá að fara í göngutúra með vagninn alla daga og við Bjartur erum bíllaus flesta daga.

20150112_152313

Þetta er “skrifstofan” mín:) Þarna má sjá glitta í 129 myndir af hlutum sem ég vil losna við. Ég er að reyna að ákveða hvar besti vettvangurinn til að selja hluti sé í dag, líklega verður Notaðar hönnunarvörur á facebook fyrir valinu fyrir marga af þessum hlutum, einnig skellti ég inn 3 flíkum á síðuna Merkjavara, föt, skór og aukahlutir í gærkvöldi. Ég mæli með þessum síðum ef þú vilt selja eða gera góð kaup. Svo er ég að reyna að koma mér í holla janúargírinn með boozti alla daga nema það að bleika nammiskálin var full af súkkulaði þegar ég vaknaði (!)

20150112_160909

String hillan þessa dagana, -afþví að ég hef gaman af því að sjá hvernig aðrir raða í hillurnar sínar. Gyllta eggið er peningabaukurinn minn frá Tiger og svona líka fínt hillustáss í leiðinni. Æj svo er ég svo hrikalega skotin í barninu mínu að ég treð myndum af honum allstaðar, er það ekki bara eðlilegt:)

20141130_205145

Lítill og stór ♡

20141214_003732

Þessi gormur á 4 mánaða afmæli á morgun! Tíminn líður of hratt úff.

20150106_125011

Fallegasta mublan? Mér finnst svona leikteppi alveg ferlega ljót verð ég að viðurkenna en það fær að sjálfsögðu að vera uppivið alladaga, ég fórnaði líka fínu gærunni minni til að hafa mjúkt undirlag. Bjartur er stundum kominn langt útá gólf eða undir skenkinn ef ég rétt lít af honum, frekar fyndinn krakki. Jújú og svo jólatrédúkurinn ennþá uppivið!

20141231_171856

Ein sérvalin í lokin af okkur mæðginum á jólunum, myndasvipurinn hjá mínum er nefnilega svo ofsa fínn.

Eins og þið sjáið hér að ofan þá snúast dagarnir mínir bara um þennan gorm, jú og smá vinnu hér og þar því ég er bara í 50% orlofi:)

Vonandi var dagurinn ykkar fínn!

Í SVEFNHERBERGINU

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Bára

    12. January 2015

    Svona færslur eru líka uppáhalds hjá mér :)
    Ánægð með að þeim fjölgi hjá þér.

  2. Anna

    12. January 2015

    hvaðan er mottan, sem sést glitta í við hliðiná fína leikteppinu ;) ?

  3. Fjóla

    12. January 2015

    Svona færslur eru líka uppáhaldið mitt :) Elska að fá að kíkja heim til bloggara sem maður fylgist með :)

    Eitt sem mig langar að spyrja þig að …

    Veistu hvar maður fær flottar háar tímaritagrindur ? Hef séð svo margar flottar inn á pinterest en er bara ekki að finna neina í verslunum hérna heima, allavega ekki þar sem ég hef leitað ?

    kv. Fjóla

    • Thelma

      15. January 2015

      Ég sá flotta háa blaðagrind heima hjá vinkonu minni en hún fékk hana hjá hjarn.is, reyndar svolítið dýrar en alveg þess virði. Hún keypti hvíta sem var mjög flott á gráum vegg.

  4. Thelma Rún

    12. January 2015

    Mömmu hlutverkið fer þér vel ;) Þið eruð flottust!

  5. Þórdís

    12. January 2015

    Finnst persónulegar færslur líka lang skemmtilegastar :)

  6. Sandra Jóns

    13. January 2015

    Sæl vertu, mjög skemmtileg færsla en mig langaði til að spyrja þig að listaverkinu sem glittir í á myndinni af “skrifstofu” þinni, hvar fæst sú skemmtilega mynd?

  7. HH

    14. January 2015

    VERÐ að spyrja, hvar fékkstu þessi yndislegu glös sem eru þarna efst í string hillunni hjá þér? :)

  8. Auður M Guðmundsdóttir

    17. January 2015

    Langskemmtilegustu bloggin, svo er Bjartur líka svo sætur að það er nauðsynlegt að hafa hann með :)
    -Svo er ég að fýla gullið.. það er alveg málið :)

  9. Erla

    28. February 2015

    Sæl
    Gaman að skoða færslurnar þínar, fæ oft hugmyndir við að lesa þær :)
    Langar að spyrja hvar þú fékkst skenkinn þinn sem er á fyrstu myndinni?

    • Svart á Hvítu

      1. March 2015

      Hæhæ, takk fyrir það:)
      Kærastinn minn smíðaði hann handa mér!