fbpx

Í SVEFNHERBERGINU

Persónulegt

Eitt af áramótaheitunum mínum sem varðar bloggið var að birta fleiri myndir héðan heima, en það hafa alltaf verið mest lesnu færslurnar mínar. Í dag sýni ég því brot af svefnherberginu, það er dálítið síðan að ég hengdi Muuto doppurnar upp en eins og þið hafið heyrt mig minnast á þá tek ég mér alltaf ágætis tíma í að klára hlutina og því hengdi ég nokkur hálsmen á þær fyrst í gær. Myndin af Bjarti Elíasi er í miklu uppáhaldi, hún var tekin af ljósmyndaranum Stefaníu Reynis stuttu eftir fæðingu og skreytti þessi mynd einmitt jólakortin í ár ásamt því að ömmurnar og afarnir fengu innrammaða mynd í jólagjöf.

IMG_2019

Fyrir áhugasama sem eru í leit af myndatöku fyrir krílin sín þá má sjá heimasíðu Stefaníu hér. 

IMG_2021

Síðustu daga hef ég loksins fengið langþráðan svefn eftir að Bjartur er farinn að vakna sjaldnar á næturnar, þessa aukaorku vildi ég nú nýta sem best og því er ég að fara í gegnum alla skápa og skúffur. Heimilið mitt hefur nefnilega verið í smá tíma eins og ég sé korter í að opna mína eigin verslun og því ætla ég að selja á næstu dögum mjög mikið af hlutum, fötum, skóm og skarti.

Ég læt ykkur að sjálfsögðu vita þegar ég skelli myndunum á netið:)

Eigið nú ljómandi góða helgi xx

TUNGLDAGATAL EFTIR EINAR GUÐMUNDSSON

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Melkorka Hrund Albertsdóttir

    11. January 2015

    Hvar fékkstu glæraboxið?

    • Svart á Hvítu

      11. January 2015

      Það er frá Iittala og heitir Vitriini, það er því miður hætt að selja þau á Íslandi.

  2. Alda Valentína

    11. January 2015

    Aðeins of sæt mynd af drengnum :D