fbpx

LÁTTU BAÐHERBERGIÐ LÚKKA BETUR MEÐ ÖRFÁUM TIPSUM

Baðherbergi

Ég hef tekið algjöru ástfóstri við danska vörumerkið Humdakin eftir að hafa tekið stutt viðtal við stofnanda merkisins, Camillu Schram fyrir nokkru síðan þegar hún var í heimsókn hér á Íslandi, hún er algjört yndi og svoleiðis dugnaðarforkur að það er ekki annað hægt en að heillast með hennar hugsjón og ástríðu fyrir Humdakin. Vörurnar hef ég þó keypt í nokkur ár, nánast frá upphafi þegar Epal hóf að flytja þær inn og er ég t.d. algjörlega háð þvottaefninu “01 Sea Buckthorn & Chamomile” en ég elska ilminn sem kemur af þvottinum mínum. Þó á ég enn eftir að prófa nýju ilmina í þvottalínunni sem komu út fyrr á árinu. Eftir viðtalið sendi Camilla mér glaðning sem innihélt nokkrar af mínum uppáhaldsvörum og hefur heimilið mitt ilmað dásamlega síðan þá, en eitt af hennar þrif “tipsum” var t.d. að vera alltaf með góð ilmstrá til að draga fram ef þú átt von á gestum með stuttum fyrirvara og heimilið mun ilma eins og nýþvegið – ég elska svona viðráðanleg tips haha:)

Það eru þónokkrir hlutir á óskalistanum mínum frá Humdakin en það hefur bæst mikið við vöruúrvalið frá því að ég kynntist vörunum fyrst. Núna má finna úrval af allskyns marmarabökkum, mjög smart og stílhrein sápuhengi sem ég algjörlega elska og svo eru einnig nýlega komnar æðislegar þvottakörfur sem rötuðu beina leið á óskalistann.

Oft þarf alveg ótrúlega lítið til að fríska upp á baðherbergið og láta það líta betur út…  – lestu áfram –

Einfalt er oft best þegar kemur að baðherberginu …

…og því best að hafa færri en góða hluti uppivið.  Handsápa og handáburður í stílhreinum umbúðum gera án efa gæfumuninn, og inn á milli má jafnvel fylla á þessar fínu umbúðir með annari sápu ef svo liggur á:) Ég mæli einnig með að reyna að fækka plastbrúsum í sturtunni, geyma þá ofan í skúffu þá sem sjaldnar eru notaðir og jafnvel hengja upp sjampó, næringu og sápu fyrir meira “hótel-lúkk”. Raðaðu svo nokkrum vel völdum hlutum á bakka, hvort sem það er ilmvatn og skartgripir eða einfaldlega handsápa og ilmkerti. Bættu svo við fallegu handklæði í lit sem passar við þinn stíl og þá er allt upptalið! Ef þú vilt gera smá extra – þá er alltaf jafn hlýlegt að heimsækja baðherbergi sem er með fallega gólfmottu og listaverk á veggnum.

Hér að ofan má sjá nokkrar fallegar vörur sem myndu láta hvaða baðherbergi sem er lúkka upp á 10!

Smelltu hér til að sjá úrvalið frá Humdakin

Næsta verkefni á dagskrá á okkar heimili er einmitt baðherbergið sem við ætlum að breyta á sem ódýrastan hátt! Hlakka mikið til að ráðast í það verkefni:)

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

SVEFNHERBERGIÐ GERT FÍNT & HVERNIG AUPING RÚMIÐ HEFUR REYNST OKKUR

Skrifa Innlegg