fbpx

KVÖLDSTUND Í HAFNARFIRÐI♡

BúðirHönnun

Í dag er húllumhæ á Strandgötunni í Hafnarfirði en það er einmitt mín uppáhaldsgata. AndreA boutique , Litla Hönnunar Búðin , Stúdío Snilld, Baugar & Bein, Kailash, HB búðin og Eymundsson verða með langan fimmtudag og verður því opið til 21:00. Einstakt tækifæri til að eiga notalega kvöldstund í Hafnarfirðinum og rölta Strandgötuna í kvöldsólinni og skoða einstaka hönnun og list. Svo er hægt að enda kvöldið á einu af kaffihúsum bæjarins tjahh eða í ísbúð Vesturbæjar sem ég fer aðeins of oft í.

Ég heyrði svo skemmtilega samlíkingu um daginn en þá heyrði ég Strandgötunni líkt við Brooklyn í NY, sem er ekki leiðum að líkjast. Hér er nefnilega ótrúlega spennandi hönnunarsena að myndast, ég verð jú einnig að nefna uppáhaldið mitt Spark design space sem komið er með útibú í listasafninu Hafnarborg og svo opnaði einnig í vetur Íshús Hafnarfjarðar sem er algjörlega frábær viðbót við bæinn, en þar má finna samstarf skapandi hönnuða, iðn- og listamanna. Hjá þeim er einnig opið til 21 í kvöld. (Strandgata 90, við höfnina.)

11188183_409565235882554_4093304403451073155_n

 

11168561_409565172549227_8053101834315520573_n

Hér að neðan má sjá dagskrána:

Baugar&Bein:
Við erum 1/2 árs í vikunni og af tilefni þess bjóðum við upp á tilboð á ýmsum vörum, það verður rauðvín á boðstólum frá kl 18:00, tónlist og dulúðug stemning! Fullt af nýjum vörum! Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn.

AndreA:
Við ætlum að fagna hækkandi sól, hlökkum til að sjá alla og eiga skemmtilega kvöldstund saman.
Erna Hrund tísku og förðunar bloggari á Trendned / Reykjavík fashion journal kemur og kynnir naglalakkið ESSIE sem er nú loksins fáanlegt á Íslandi og verður í sölu hjá okkur.
20% sumarafsláttur af öllum klútum.
Hvítt og sætt í boðinu !
Sjáumst.

Litla Hönnunar Búðin:
Festival fögnuður í búðinni með allskonar tilboðum, góðgæti og gosi. Hlakka til að sjá ykkur ♥

Stúdíó Snilld: Teiknarinn Heiðdís Helgad. Heiddddddinstagram opnar stúdíóið sitt upp á gátt. Næs músík og léttar veigar fyrir gesti og gangandi. Macrame plöntuhengi fylgir hverri seldri mynd (á meðan birgðir endast). Verið svo innilega hjartanlega velkomin í fagra Hafnarfjörðinn!

HB-búðin:
Undirfataverslun með miklu úrvali af stærðum bæði í nærfatnaði og náttfatnaði. HB – búðin býður gestum og gangandi 20% afslátt af öllum náttfötum.

Íshús Hafnarfjarðar: 

Í Verzlun Íshúss Hafnarfjarðar verða Bifurkolla.com, Þórdís Baldursdóttir keramik hönnuður, Sisters Redesign – Icelandic design, Hanna Greta ceramic-arts,Guðrún B – íslenskt handverk, 3D VERK, Bergdisg design, Embla Contemporary Ceramics og Margrét Ingólfsdóttir með handverk sitt. Beint frá hönnuði og milliliðalaust.

 

Ég mæli með þessu í kvöld:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

SKRIFSTOFAN Í DAG & NÝ BÓK Í SAFNIÐ

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

    • Svart á Hvítu

      7. May 2015

      Ég vona svo mikið að ég nái að kíkja! Var nefnilega að fatta að ég er að fara í mataboð kl.6!:)