fbpx

KOLSVART SVEFNHERBERGI

En ótrúlega notalegt svefnherbergi er það fyrsta sem ég hugsa þegar ég skoða þetta heimili. Svört rúmföt er eitthvað sem sést ekki mikið af – hef reyndar rekist á þau hér – en hvít njóta óneitanlega meiri vinsælda. Ég er almennt mjög hrifin af svona lita þemum þar sem einn litur fær að vera meira áberandi en aðrir, veggir, rúmföt og skrautmunir allt í dökkum tónum sem nær síðan alla leið fram í stofu og eldhús þar sem mottur, hurð og eldhúsveggur er allt í svörtu. Svefnherbergið er líklega það herbergi sem auðveldast er að prófa sig áfram með liti á veggjum og það væri áhugavert að prófa svart, þó er þetta meira út í mjög dökk grátt sem þið sjáið á myndinni hér neðar þar sem svört flík hangir á veggnum. Hrikalega töff!

Venjulega þá byrja ég á því að sýna stofu og eldhús og fer þaðan yfir í svefnherbergi en hér ákvað ég að breyta aðeins… það er eitthvað við þetta heimili sem heillar mig mikið, það er frekar lítið en nýtingin ótrúlega góð. Sjáið til dæmis hvernig milliveggurinn hólfar niður anddyri frá stofu án þess að láta íbúðina virka minni. Eitt sem ég rek líka augun í en það er slökkvitækið – ég veit ég má nánast ekki skrifa þetta, en þessi rauðu slökkvitæki eru ekki mjög aðlaðandi (þó nauðsynleg) en svona svart er bara nokkuð smart!

PINTEREST LATELY

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. Hildur

    24. November 2017

    Vá hvað ég er sammála þér með slökkvitækið – vildi við gætum fengið svart hérlendis ;-)

  2. Karen Lind

    26. November 2017

    Þessi lampi… í svefnherberginu! Jii, hann er fallegur. Veistu hvaðan hann er?

  3. Lilja

    6. March 2018

    Hefurðu hugmynd um hvar maður gæti fengið svona blómastand (steyptur pottur og svart stál undir)?