fbpx

JÓN JÓNSSON & HAFDÍS SELJA DRAUMAHEIMILIÐ

Heimili

Einn af mínum uppáhalds íslensku tónlistamönnum (fyrir utan Frikka Dór) er Jón Jónsson, núna í morgun komst ég þó að því að hann er líka svona ótrúlega smekklegur þegar kemur að heimilinu sem núna er komið á sölu. Hér býr hann ásamt eiginkonu sinni, Hafdísi Björk Jónsdóttur í Sjálandinu í Garðabæ og hafa þau hjónin góðan smekk fyrir klassískri hönnun og list. Leðurklæddar Sjöur og Y-stólar skreyta eldhúsið sem er opið inn í stofu og það vekur athygli mína hvað heimilið þeirra er einstaklega gestvænt. Hægt er á auðveldan hátt að færa til stakar sófaeiningar í stofunni og hafa svalirnar einnig verið gerðar huggulegar með hengistól og sófum. Það er líklega mjög gaman að fá boð í partý hér á bæ!

Skoðum betur þetta einstaklega fallega heimili,

Myndir via Fasteignir Mbl.is 

Fleiri upplýsingar um eignina má finna hér á fasteignavef Mbl.is. Æðisleg staðsetning á íbúð en mér þykir alltaf vera smá Kaupmannahafnar fílingur í þessu hverfi. Ef ég væri ekki svona mikill Hafnfirðingur þá væri þetta hverfi líklega næst á dagskrá!

ÓSKALISTINN: VERK EFTIR RAKEL TÓMASDÓTTUR

Skrifa Innlegg