fbpx

ÓSKALISTINN: VERK EFTIR RAKEL TÓMASDÓTTUR

Íslensk hönnunÓskalistinn

Lengi hefur mig langað að eignast verk eftir Rakel Tómasdóttur sem er einn hæfileikaríkasti grafíski hönnuður landsins og er jafnframt ótrúlega hæfileikaríkur teiknari. Loksins þegar ég ætlaði að láta verða af því um daginn var verkið sem ég hafi haft augastað á orðið uppselt en við því má víst búast þegar myndirnar eru jafn fallegar og sjá má hér að neðan. Eftir nokkra daga opnar Rakel sýna fyrstu listasýningu í verslun NORR11 þann 12. apríl n.k. og má þar sjá nýjar teikningar sem hún hefur verið að vinna að undanfarið. Ótrúlega fallegar og dáleiðandi myndir… ég get horft endalaust á þær.

Myndir via Instagram @rakeltomas

Fyrir áhugasama þá fylgdi einmitt lítil mynd eftir Rakel með nýjasta tölublaði Húsa og Híbýla en fyrir þau ykkar sem viljið eignast verk má sjá úrvalið á RakelTomas.com – eða bíða spennt eftir sýningunni sem opnar innan skamms.

PÁSKAFRÍIÐ OKKAR

Skrifa Innlegg