Það þarf varla að kynna Pyropet dýrakertin fyrir ykkur sem hönnuð eru af Þórunni Árnadóttur. Krúttlegri kerti er varla hægt að finna og eiga kertin sér risastóran aðdáendahóp bæði hér heima sem og erlendis. Nýlega bættist við kertafjölskylduna jólahreindýrið Dýri og kanínan Hoppa og í tilefni þess ætlum við Þórunn að endurvekja skemmtilegan leik á Instagram sem við héldum einnig í fyrra, sjá hér. Þar sem að jólin eru á næsti leyti er tilvalið að gefa heppnum þátttakanda kertið Dýra sem hlýtur einfaldlega að vera jólaskraut ársins!
Ég er alveg eldheitur aðdáandi Pyropet kertanna og væri gjarnan til í að eiga alla fjölskylduna en núna er efst á óskalistanum Dýri og svört Kisa sem var einnig að bætast við fjölskylduna. Nú kann einhverjum að finnast ég fara örlítið yfir strikið því að ég sé nú þegar með annan gjafaleik í gangi, sjá hér, en ég skal segja ykkur það að það er ekki hægt að gera neitt of mikið þegar kemur að jólunum:) Lestu örlítið lengra til að sjá hvernig á að taka þátt!
Kertið lítur út eins og saklaust hreindýr við fyrstu sýn en inni í vaxinu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu.
Hér má svo sjá alla Pyropet fjölskylduna, litlu krúttin.
Við Þórunn deilum miklum áhuga á dýrum og þá sérstaklega á kisum, í fyrra báðum við lesendur um að deila á Instagram skemmtilegum myndum af kisum til að næla sér í Kisukerti en þar sem að það er frekar erfitt að ná myndum af hreindýri þá verður þemað í ár Dýrleg jól eða #dyrlegjol sem þýðir það að öll dýr mega vera með:)
Það sem þú þarft því að gera til að taka þátt er að merkja þína dýramynd með #DYRLEGJOL & #TRENDNET á Instagram. Munið að það þarf að hafa opið Instagram til að við sjáum myndirnar ykkar:)
Mikið hlakka ég til að sjá instagramsíðu Trendnets fyllast af dýramyndum og ég hvet ykkur til að taka þátt í þessum skemmtilega og auðvelda leik. Dýramyndir eru jú alveg hrikalega skemmtilegar:)
Kíkið einnig við á facebooksíðu Pyropet og smellið á like-takkann.
Góða skemmtun og munið að merkja myndirnar #TRENDNET & #DYRLEGJOL
Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út á fimmtudaginn 10.desember.
Skrifa Innlegg