* Búið er að draga út vinningshafa og var það Anna Lísa Ríkharðsdóttir sem vann 250.000 kr. gjafabréfið í fallegustu verslunum landsins. Ég vil þakka ykkur fyrir ótrúlega góða þátttöku og hlakka til að endurtaka leikinn.
Það er varla til betri leið til að taka á móti jólunum að mínu mati en að gefa heppnum fylgjanda glæsilegt gjafabréf að upphæð 250.000 kr. í fallegustu hönnunarverslunum landsins.
Það er orðið að hefð hér á Svart á hvítu að fagna jólunum með glæsilegum og risastórum gjafaleik. Þetta er mín leið að þakka ykkur fyrir lesturinn ásamt því að þakka samstarfsaðilum mínum fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða sem gerir mér kleift að starfa við það sem ég elska. Svart á hvítu bloggið fagnaði nýlega 9 ára afmæli sínu og ótrúlegt en satt bætast við á hverjum degi nýir lesendur og tækifærum fjölgar. Ég gæti hreinlega ekki verið þakklátari ♡
Þetta árið gekk ég til liðs við mínar uppáhalds verslanir sem eru jafnframt á meðal fallegustu verslana landsins og gefa þær hver um sig 25.000 kr. gjafabréf.
Einn heppinn lesandi á því von á að næla sér í 250.000 kr. gjafabréf í fallegustu verslunum landsins, í þeim má finna það allra besta þegar kemur að hönnun og fallegum hlutum fyrir heimilið og er þetta lúxusgjafabréf af bestu gerð sem öllum fagurkerum landsins dreymir um að eignast.
Verslanirnar sem um ræðir eru: AndreA, Dimm, Epal, Geysir Heima, HAF store, iittala verslunin, Kokka, Lumex, Penninn Húsgögn og síðast en ekki síst er það Snúran.
Ég tók saman nokkrar uppáhalds vörur úr hverri verslun sem gefur ykkur góða hugmynd um hvað þið gætuð nælt ykkur í fyrir gjafabréfið. Njótið ♡
// Vinsamlegast lesið færsluna til enda til að sjá leikreglur.
ANDREA
Byrjum upptalninguna á versluninni AndreA Boutique sem vinkona mín, fatahönnuðurinn Andrea Magnúsdóttir rekur í hjarta Hafnarfjarðar. Andrea er ein af færustu fatahönnuðum landsins og í verslun sinni á Norðurbakkanum selur hún fatahönnun sína í bland við gott úrval af fylgihlutum, skarti ásamt vel völdum munum fyrir heimilið. Hér ættu allar konur að geta fundið fallega jólaflík til að lenda ekki í jólakettinum.
// AndreA Boutique er á Instagram (HÉR – @andreabyandrea)
DIMM
Verslunin Dimm opnaði í október síðastliðnum glæsilega verslun í Ármúlanum eftir að hafa verið ein fremsta vefverslun landsins um tíma. Hjá Dimm má finna frábært úrval af fallegum hlutum fyrir heimilið fyrir stóra sem smáa. Má þar nefna dásamlegt úrval af vönduðum gerviblómum og stráum, kertastjaka, rúmföt, blómavasa, sælkeravörur ásamt barnavörudeild þar sem finna má t.d. hrikalega smart hlébarða matarstell og himnasængur.
// Dimm er á Instagram (HÉR – @dimmverslun)
GEYSIR HEIMA
Geysir Heima er ein af skemmtilegri verslunum miðbæjarins með fjölbreyttu úrvali af hönnunar- og gjafavöru, rúmföt, teppi, kerti og keramík. Hjá Geysi Heima er einnig stafrækt lista- og hönnunargallerí sem ber nafnið Kjallarinn. Versluninin framleiðir einnig sína eigin vörulínu og vil ég þar sérstaklega nefna falleg rúmföt sem hægt er að para saman í ólíkum litum. Það er ómissandi partur af jólunum að kíkja á búðarrölt um miðborgina og þið ættuð ekki að missa af þessari verslun.
// Geysir er að finna á instagram (HÉR – @geysir)
HAF STORE
HAF store opnaði loksins dyrnar fyrr í haust eftir mikla eftirvæntingu hönnunaráhugafólks og er verslunin ein sú glæsilegasta. Hér má finna sérvaldar vörur af smekkhjónunum þeim Karitas og Hafsteini, m.a. marokkóskar Beni Ourain mottur og púða, hönnunar og listabækur sem sóma sér vel á stofuborðinu, skrautmuni fyrir heimilið, plöntur, lampa, Sjöstrand kaffivélar og að ógleymdri þeirra eigin hönnun sem slegið hefur í gegn.
// HAF store er á Instagram (HÉR – @hafstore.is)
EPAL
Verslunina Epal mætti kalla flaggskipsverslun Skandinavískrar hönnunar á Íslandi, en hér fást öll gömlu góðu merkin sem njóta enn í dag gífurlegra vinsælda eins og Fritz Hansen, Carl Hansen, Montana, Georg Jensen, Louis Poulsen ásamt ógleymdum “nýjum merkjum” á borð við Ferm Living og Hay. Hér má einnig finna brot af því besta af íslenskri hönnun. Epal má finna í dag á fjórum stöðum, í Skeifunni, Laugavegi, Kringlunni og Hörpu.
// Epal er á Instagram (HÉR – @epaldesign)
iittala
iittala þarf vart að kynna, stofnað árið 1881 og nýtur í dag gífurlegra vinsælda um allan heim. Eitt besta iittala vöruúrvalið má finna í iittala versluninni í Kringlunni sem er eins og draumur fyrir fagurkera. Þar má finna iittala safngripi eins og Toikka glerfuglana, Leimu lampann, Aarre vegghanka ásamt klassískum munum eins og borðbúnað, fallega kertastjaka í úrvali, vinsælu Aalto vasana og fleira. iittala fæst víða hérlendis, en hér er einstakt úrval.
// iittala er á instagram (HÉR – @iittala)
KOKKA
Kokka á Laugavegi er ein af bestu verslunum miðborgarinnar með hreint út sagt frábært úrval af öllu því sem þig gæti mögulega vantað í eldhúsið og fyrir borðhaldið. Hér er lögð mikil áhersla á vandaðar og vel hannaðar vörur enda er Kokka í miklu uppáhaldi hjá þeim sem kunna til verka í eldhúsinu, eða eru einfaldlega í leit að fallegum vörum til að leggja á borðið. Kokka opnaði fyrir 17 árum síðan og er orðin ein af ástsælustu verslunum miðborgarinnar.
// Kokka er á Instagram (HÉR – @kokkarvk)
LUMEX
Hjá Lumex finnur þú glæsilegt úrval af heimsins fallegustu ljósum sem sum hver tóku þátt í að skapa hönnunarsöguna. Hér fást einnig vörur eins ástsælasta hönnuðs samtímans, Tom Dixon, en fyrr á árinu vann ég með Lumex að frábæru verkefni sem gaf mér það tækifæri að hitta Tom Dixon sem ég verð ætíð þakklát fyrir. Lumex sérhæfir sig í lýsingu fyrir heimili og fyrirtæki en eru einnig með fallega smávörudeild sem er heimsóknarinnar virði. Hér búa merki á borð við Flos og Moooi sem njóta mikilla vinsælda.
// Lumex er á Instagram (HÉR – @lumexlight)
PENNINN HÚSGÖGN
Í Pennanum Húsgögn má finna eitt af vinsælustu hönnunarmerkjum samtímans, Vitra sem framleiðir m.a. hönnun Eames hjónanna sem þið þekkið eflaust öll enda njóta Eames vörurnar ótrúlegra vinsælda. Í Pennanum Húsgögn má finna mikið úrval af húsgögnum og smávörum fyrir heimilið eftir heimsþekkta hönnuði og hér má finna eitthvað fyrir stóra sem smáa. Í Pennanum Húsgögn má einnig finna gott úrval af fallegum bókum sem munu njóta sín vel á sófaborðinu.
// Penninn Húsgögn er á Instagram (HÉR – @penninnhusgogn)
SNÚRAN
Snúran er ein af glæsilegri verslunum landsins og má þar einnig finna vinsæla danska vörumerkið Bolia. Snúran og Bolia kappkosta að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið og hér má finna eitthvað fyrir alla, stóra sem smáa. Húsgögn, handgerða glerlampa og veggljós, sælkeravörur, blómavasa, rúmföt, ilmkerti, keramík frá íslensk/danska merkinu Finnsdóttir að ógleymdum kristalvörunum frá Reflections.
// Snúran er á Instagram (HÉR – @snuranis)
LEIKREGLUR:
- Smelltu á Facebook “deila” hnappinn neðst í vinstra horninu á færslunni.
- Skrifaðu athugasemd hér að neðan með fullu nafni.
- Fylgdu svo endilega Svart á hvítu á Instagram (HÉR – @svana.svartahvitu).
Einn ofur heppinn vinningshafi verður dreginn út sunnudaginn 23. desember 2018.
Á næstu dögum mun ég kíkja í heimsóknir í fallegustu verslanir landsins og kíki á sniðugar jólagjafahugmyndir – þið getið fylgst með gleðinni á Instagram @svana.svartahvitu
Megi heppnin vera með ykkur ♡
Skrifa Innlegg