fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR // FYRIR HANA

Fyrir heimiliðÓskalistinnVerslað

Jólagjafahugmyndir eru líklega ofarlega í hugum margra þessa dagana og þá er aldeilis skemmtileg tilviljun að ég hreinlega elska að setja saman svona lista fyrir ykkur. Fyrsti jólagjafahugmyndalistinn sem ætlar að hefja þessa gleði er “fyrir hana” mögulega svo minn maður fái sem lengstan tíma til að melta allar þessar hugmyndir og óskir;) Að sjálfsögðu er þetta ekkert bundið við konur þó titillinn beri það heiti, ég á einnig eftir að birta lista “fyrir hann”, “fyrir barnið” og “fyrir heimilið” svo það verður eitthvað fyrir alla.

Einnig reyni ég mitt besta að hafa hugmyndirnar á breiðu verðbili, og hér má finna gjafir frá 495 kr. – 95.000. Sumar hverjar eru í mínum uppáhalds lit, bleikum – en þá er nánast undantekningarlaust varan til í fleiri litum ♡ Og eins og alltaf þá vel ég þessar vörur eingöngu útfrá mínum persónulega smekk.

/1. Leðurveski frá AndreA, 22.500 kr. /2. TID no.1 leðurúr, HAF store, 29.900 kr. /3. IC ljós frá Flos, Lumex, 95.000 kr. /4. Rúmföt Semibasic, Snúran, 12.500 kr. /5. Iittala Toikka glerfugl, Iittala verslunin Kringlunni. /6. Essence glös frá iittala, 2pk, 9.400 kr. /7. 2019 Dagbók eftir Rakel Tómas, rakeltomas.com, 4.990 kr. /8. Gylltur blómavasi, Dimm, 6.490 kr. /9. New Wave veggljós, Snúran, 54.900 kr. /10. Stormur ilmstrá frá Urð, 5.490 kr. fæst t.d. hjá Dimm, Epal, Kokka og Snúrunni. /11. Stelton take away hitamál, Kokka og Epal, 3.450 kr. /12. Senso hælar, Apríl skór, 34.990 kr. /13. Vinter vasi og kertastjaki, Ikea, 695 kr. /14. Töfradropar Estée Lauder, t.d. Beautybox.is, 12.280 kr. /15. The Scent, Boss ilmvatn – það besta sem ég hef fundið lengi, t.d. Lyfja.is, 9.208 kr. /16. Wings teppi, Dimm, 20.990 kr. 

/1. Jólakertastjaki Reflections, Snúran, 31.900 kr. /2. Mortél frá Tom Dixon, Lumex. /3. Vertigo ljós, HAF store. /4. Vaðfuglar, teikning eftir Benedikt Gröndal, HAF store ásamt Borgarsögusafni Reykjavíkur, um 2.900 kr. /5. Iittala Vitriini krús, iittala verslunin Kringlunni, um 10.000 kr. /6. Reflections Brooklyn vasi, Snúran, 28.900 kr. /7. Angan saltskrúbbur fyrir líkamann, fæst t.d. í HAF store, Epal Hörpu og Geysir Heima, verð frá 5.700 kr. /8. Love Love hálsmen, AndreA, verð frá 6.900 kr. /9. Unisex hör sloppur, Dimm, 9.990 kr. /10. Love glas frá Design Letters, Epal, 2.950 kr. /11. Ljósbleik rúmföt, Dimm, 9.990 kr. /12. Gullfalleg teikning eftir Rakel Tómas, rakeltomas.com. /13. Afsteypa, Jónsmessunótt eftir Ásmund Sveinsson, Safnbúðir Listasafn Reykjavíkur. /14. Pappelina motta, Kokka, 29.500 kr. /15. Ro Pieces kertaglas, Kokka, Epal og AndreA, verð um 7.950 kr. /16. Plöntustandur, Ikea, 1.990 kr.

/1. Erró, svart hvítur bakki, Listasafn Reykjavíkur. /2. Kærleikskúlan 2018, til styrktar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. 4.900 kr. /3. Blómavasi, Ikea, 1.490 kr. /4. Angan baðsalt, fæst t.d. í HAF store, Epal Hörpu og Geysir Heima, verð um 3.900 kr. /5. SEB silfurhálsmen, íslensk hönnun, Safnbúðir Listasafns Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir. /6. PH5 ljós, 98.800 kr. Epal. /7. Stelton kokteilsett, Kokka og Epal 10.900 kr. /8. Marmarabakki, Dimm, 15.490 kr. /9. Finnsdóttir krús, Snúran, 11.900 kr. /10. OYOY röndóttur bakki, Snúran, 8.900 kr. /11. Koto glas gamaldags, Kokka, 1.980 kr. /12. Smart dyramotta, Dimm, 15.990 kr. /13. Vinter smákökufat, Ikea, 495 kr. /14. Tom Dixon ilmkerti, Lumex, 13.000 kr. /15. Pappelina motta í bleiku, Kokka, 19.500 kr. 

Ég vona svo innilega að þessi færsla hitti í mark ♡ Á næstu dögum kem ég svo til með að birta fleiri jólagjafahugmyndir – að ógleymdum jólagjafaleik ársins. Smellið endilega á hjartað eða like hnappinn ef þið eruð til í fleiri svona færslur.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

AFSLAPPAÐ & FALLEGT HEIMA HJÁ FATAHÖNNUÐI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Marta

    12. December 2018

    Þessi listi hjálpaði mér að finna síðustu jólagjöfina sem var mikill hausverkur – haha – takk ! :)