Eru jólagjafirnar fyrir barnið ekki skemmtilegustu gjafirnar að gefa? Spenningurinn að opna gjafirnar er áþreifanlegur þegar nálgast jólin og óskalistinn er orðinn langur hjá mörgum börnum. Ég reyni mitt besta að vanda valið þegar kemur að gjöfum handa mínum börnum, oft vil ég að gjöfin fái að fylgja þeim lengi og endast vel. Gjafahugmyndirnar sem ég tók hér saman henta líklega meira yngri krílum um 0-5 ára. Minn 7 ára er spenntur fyrir segulkubbum, Pókemon, Legokubbum og fleira sem jafnvel blikkar eða kemur með fjarstýringu. Skapandi leikföng sem býður upp á opinn leik eru alltaf heillandi að mínu mati, dúkkuleikir standa alltaf fyrir sínum og aðrir hlutverkaleikir. Bækur eru líka ómissandi hluti af jólunum og við eigum margar góðar sem dregnar eru aftur fram núna fyrir yngri dóttur mína. Hér má sjá tæplega 50 gjafahugmyndir fyrir barnið, allskyns skemmtileg leikföng ásamt fallegum hlutum fyrir barnaherbergið. Langflestar vörurnar eru einnig til í öðrum litum og henta allar fyrir bæði stráka og stelpur.
Njótið, og ég vona að þessar hugmyndir komi ykkur að góðum notum ♡
// 1. Regnbogamotta frá OYOY. Snúran. // 2. Viðarkubbar í fötu. Little Dutch. Nine Kids. // 3. Sængurver með regnbogum. Liewood. Dimm. // 4. Bleikir viðarsteinar. Hulan. // 5. Krúttleg afmælislest frá Kids by Friis. Epal. // 6. Tréverkfæri, Sebra. Póley. // 7. Fallegi Mouse stóllinn frá Nofred. Epal. // 8. Bangsi frá Liewood. Dimm. // 9. Jólaævintýri, Bergrún Íris og Haukur Gröndal. Bókaverslanir og Bókabeitan. // 10. Töskur undir leikföngin. Snúran. // 11. Staflkubbar, hægt að leika með inni eða úti að sulla. Dimm. // 12. Alin mælieining í fæðingarlengd – íslensk hönnun og framleiðsla. AGUSTAV. // 13. Tré leikfangadýr frá Ferm living. Epal og Póley. // 14. Dúkkan Jim. Nine kids. // 15. Kökur og standur frá Vilac. Hulan. // 16. Dúkkukerra – í miklu uppáhaldi á mínu heimili. Nine kids. //
// 1. Fallegt dúkkuhús með fylgihlutum. Nine kids. // 2. Kúruklútur frá Saga Copenhagen. Dimm. // 3. Kiosk leiktjald til að setja t.d. í hurðarop. Ferm Living, Epal. // 4. Jafnvægisleikfang úr korki. Snúran. // 5. Viðarfjölskylda, kubbar. Snúran. // 6. Mjúkur tígirsdýrahaus. Petit. // 7. Órói frá Sebra. Póley. // 8. Blár sparkbíll frá Vilac. Hulan. // 9. Næturdýrin eftir uppáhalds Bergrúnu Írisi. Bókaverslanir og Bókabeitan. // 10. Matarsett úr sílikoni, nokkrir litir til. Dimm. // 11. Læknataska, Little Dutch. Hulan. // 12. Motta, Twilight the deer, Sebra. Epal. // 13. Lítill gítar, líka til í bleiku. Nine kids. // 14. Stafrófið eftir Heiðdísi Helgadóttur. // 15. Jafnvægis / hlaupahjól. Nine kids.
// 1. Stafakubbar úr við. Dimm. // 2. Hekluð dúkka, Sebra. Póley og Epal. // 3. Viðareldhús, Sebra. Epal. // 4. Stafrófskallar plakat eftir Heiðdísi Helgadóttur. // 5. Tesett, Little Dutch. Nine kids. // 6. Kirsuberjamotta frá OYOY. Snúran. // 7. Minnisspil frá Sebra. Epal. // 8. Staflanlegt leikfang. Snúran. // 9. Leikmotta frá Liewood. Dimm. // 10. Skelja veggljós. Petit. // 11. Viltu vera vinur minn, eftir Bergrúnu Írisi. Elskum þessa bók. // 12. Smíðabekkur. Nine kids. // 13. Læknasett frá Liewood. Dimm. // 14. Snjókúla frá Kids by Friis. Epal. // 15. Jafnvægishjól. Hulan.
Margt fallegt og fínt á breiðu verðbili. Eitt veit ég þó, að það skiptir engu máli hvað hluturinn kostar þegar kemur að þessum litlu börnum. Undanfarnar vikur hefur nefnilega mín 18 mánaða dama verið alsæl með pappakassa sem ég bjó til hús úr … En þessar gjafir hér að ofan eru þó fallegri ♡
Skrifa Innlegg