Í dag er ég komin heim endurnærð eftir ferðalag norður um helgina í brúðkaup hjá mágkonu minni og sit við tölvuna á meðan sonurinn tekur lúr og skoða efni síðustu viku á “netrúntinum” mínum. Það er eitt heimili sem ég vil endilega sýna ykkur, það er svo sannarlega í þessum ástsæla skandinavíska stíl en þó með persónulegu yfirbragði og hlýlegt. Hér búa hjónin þau Tintin Bäckdahl sem starfar sem læknir og Marcus Badman sem starfar einmitt sem innanhússarkitekt -það er sumsé karlmaðurinn á þessu heimili sem er smekkmaðurinn að þessu sinni og hann kann sko sitt fag. Hér má finna gott bland af fallegri hönnun í bland við antík, Montana vírahillur ásamt flottu Artek stólunum eftir Alvar Aalto, það hefur ekki mikið borið á þeim hér heima þó svo að þeir séu alveg einstaklega flottir. Gólfsíðu þykku gardínurnar í svefnherberginu er síðan eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér heim til mín til að loka dagsbirtuna úti á nætunar…
Njótið –
Ég er alveg sjúk í þetta eldhús, fíla hvað loftið og veggir eru hafðir hráir
Verner Panton er greinilega í uppáhaldi á þessu heimili, vírahillurnar hans frá Montana ásamt Flower Pot lampanum fræga skreyta m.a. stofuna
Einfaldur upphengdur Ikea skápur
Borðstofusettið er frá Artek og AJ standlampinn stendur fyrir sínu, ég er hrifin af “galleríinu” sem fær einfaldlega að standa uppvið vegginn
Hjónin töluðu um í viðtali á síðasta ári að guli sófinn hafi þurft mikla sannfæringu en þau gætu ekki verið ánægðari með valið í dag
Það sem að mér þykir skemmtilegast við þetta heimili er að ég get alls ekki bent á alla hlutina og nefnt hvaðan þeir eru, -sem ég venjulega er ansi lunkin í
Þessi mynd gefur mér hugmynd hvar ég eigi að hengja upp Flensted svana-óróann minn:)
Smart stílisering á baðherberginu, við byrjum oft og endum daginn okkar á baðherberginu -um að gera að hafa smá lekkert
Myndir via
Skrifa Innlegg