fbpx

INNLIT: SJARMERANDI MEÐ FALLEGRI HÖNNUN

Heimili

Í dag er ég komin heim endurnærð eftir ferðalag norður um helgina í brúðkaup hjá mágkonu minni og sit við tölvuna á meðan sonurinn tekur lúr og skoða efni síðustu viku á “netrúntinum” mínum. Það er eitt heimili sem ég vil endilega sýna ykkur, það er svo sannarlega í þessum ástsæla skandinavíska stíl en þó með persónulegu yfirbragði og hlýlegt. Hér búa hjónin þau Tintin Bäckdahl sem starfar sem læknir og Marcus Badman sem starfar einmitt sem innanhússarkitekt -það er sumsé karlmaðurinn á þessu heimili sem er smekkmaðurinn að þessu sinni og hann kann sko sitt fag. Hér má finna gott bland af fallegri hönnun í bland við antík, Montana vírahillur ásamt flottu Artek stólunum eftir Alvar Aalto, það hefur ekki mikið borið á þeim hér heima þó svo að þeir séu alveg einstaklega flottir. Gólfsíðu þykku gardínurnar í svefnherberginu er síðan eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér heim til mín til að loka dagsbirtuna úti á nætunar…

Njótið –

hemmahos6-700x934SFD226BDE1B0AE34E41BCCAD3EBBFD8263A_xLivingroom-with-daybed-700x467hemmahos12-700x941

Ég er alveg sjúk í þetta eldhús, fíla hvað loftið og veggir eru hafðir hráir

SFD28D9729BFFB7485BABAD47D2B40179A2_x

SFD8D59D25EAADA4C45B448CEB1A9142C7A_xSFDCF759F6AA1054A4D8B1971216E05C4D7_xSFD8126C5D3F84B4328B53C42D8BE52497D_x

Verner Panton er greinilega í uppáhaldi á þessu heimili, vírahillurnar hans frá Montana ásamt Flower Pot lampanum fræga skreyta m.a. stofuna

Wooden-wall-cabinets-700x467

Einfaldur upphengdur Ikea skápur

SFDB4F23D274AEF447D929E9E02A2BA3D1B_x

Borðstofusettið er frá Artek og AJ standlampinn stendur fyrir sínu, ég er hrifin af “galleríinu” sem fær einfaldlega að standa uppvið vegginn

SFD8F2888A148BF4724A70D747047CAF881_x

Hjónin töluðu um í viðtali á síðasta ári að guli sófinn hafi þurft mikla sannfæringu en þau gætu ekki verið ánægðari með valið í dag

SFD77CB9A115DA2447E817E7B79956C4D5A_x

Það sem að mér þykir skemmtilegast við þetta heimili er að ég get alls ekki bent á alla hlutina og nefnt hvaðan þeir eru, -sem ég venjulega er ansi lunkin í

SFDAD86CA6A0A754B91B21EAB92F6162A32_x

Þessi mynd gefur mér hugmynd hvar ég eigi að hengja upp Flensted svana-óróann minn:)

hemmahos8-700x934

Smart stílisering á baðherberginu, við byrjum oft og endum daginn okkar á baðherberginu -um að gera að hafa smá lekkert

SFD0AB992F35BFB4CA8BD7B559E9C8B0B77_x-copySFDF7EC83C616AD4D7EB9CBC5F34B3ED827_x

Myndir via 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

SUMMER MOOD

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. 11. July 2016

    Skemmtilegt innlit! Takk :)

  2. Andrea

    25. July 2016

    Hvaða ætli þessi veggljós í svefnherberginu séu ?

    • Svart á Hvítu

      25. July 2016

      Hæ, ég þekki það því miður ekki, -hef ekki séð það áður:)
      Mbk.Svana

  3. Margrét

    3. August 2016

    Hæ! Geturu sagt mér hvaða Ikea skápur þetta er sem hangir á veggnum?

    • Svart á Hvítu

      3. August 2016

      Hæ, þetta er Ivar skápur sem er aðeins búinn að fá að eldast:) Þeir eru ljósari alveg splunkunýjir.
      -Svana