Ég elska þegar ég dett inná innlit sem eru nánast fullkomin og þetta er klárlega í þeim hópi. Ofsalega björt íbúð og innbúið alveg einstaklega fallegt með fullkominni blöndu af gömlu og nýju, klassík og trendum, ég tek sérstaklega eftir ljósunum sem er ansi veglegt safn af t.d. Eos fjaðraljósið, AJ lampi, Koushi ljós og fleiri. Ég mun koma til með að skoða þetta heimili aftur og aftur í leit að innblæstri…
Fallegur viðarbekkur við borðstofuborðið, eitthvað sem við sjáum ekki mikið af og hrikalega flottur myndaveggur á bakvið.
Kristalsljósakróna yfir borðkróknum – hversu smart!
Það er ekki oft sem ég verð upptekin af tækjum og græjum, en ég gæti alveg hugsað mér svona græjusett í mitt eldhús.
Ikea Sinnerlig ljósið er að koma sterkt inn,
Eos fjaðraljósið frá Vita er líka guðdómlegt, gæti vel hugsað mér að eiga eitt stykki.
Góðan dag vel raðaði fataskápur!
Og svo er það unglingaherbergið… algjör draumur!
Mikið sem það kemur vel út að stilla rúminu upp í miðju herbergisins, verður dálítill prinsessu fílingur á þessu og ljósið svo toppar þetta!
Hér sést vel hversu góð blanda af gömlu og nýju er á þessu heimili, snyrtiborðið, stóllinn og borðlampinn virka alveg einstaklega vel í þessu umhverfi í bland við ljósari liti og meira módern hönnun. Of mikið af hvorum stíl getur alveg steindrepið stemminguna að mínu mati;)
Og þá er það barnaherbergið sem ég er mjög skotin í…
Ein mynd af baðherberginu fær að læðast með –
Myndir via Alvhem fasteignasala
Jiminn einasti hversu geggjað heimili? Ég er alveg bálskotin og er ekki frá því að nokkrir hlutir hafi ratað á óskalistann minn, -í fyrsta lagi er ég enn staðfastari á því nú að “ég verði” að eignast Eos ljósið í svefnherbergið eða í barnaherbergið og má ég líka biðja um að eignast eitt stykki unglingsstelpu til að geta græjað svona drauma unglingaherbergi fyrir?:)
Frá einum uppí tíu hversu fínt er þetta heimili að ykkar mati? I loooove it
P.s. varstu búin að sjá að ég er mætt á Snapchat? Er að prófa þann fína miðil og þér er velkomið að kíkja í heimsókn á svartahvitu ♡
Skrifa Innlegg