fbpx

INNANHÚSSHÖNNUN // SUMARBÚSTAÐANÁMSKEIÐ MEÐ HÖLLU BÁRU

Mæli með

Ég er mjög spennt fyrir morgundeginum en þá ætla ég á mitt þriðja námskeið hjá innanhússhönnuðinum Höllu Báru og núna er þemað Sumarbústaðir! Ég elska þessi námskeið og fór meira að segja á grunnnámskeiðið tvisvar sinnum og svo á framhaldsnámskeið um leið og það varð í boði. Fór nokkuð framhjá ykkur áhugi minn á innanhússhönnun haha… ♡

Um námskeiðið segir Halla Bára: 

“Hvernig má gera bústaðinn enn meira spennandi og kósý, áhugaverðari, persónulegri – hvernig má gera gamalt nýtt, gera upp, laga, breyta, mála… 90 mínútna námskeið þar sem farið er yfir hugmyndir, ráðleggingar, hvað má hafa í huga og svo alls ekki hugsa um þegar við erum að vinna með sumarbústaðinn…”

Námskeiðið er haldið í versluninni HAF store að Geirsgötu – það hefst klukkan 18:00 og stendur til 19:30. Fyrir áhugasama þá kostar námskeiðið 9.000 kr. og skráning og frekari upplýsingar á hallabara@hallabara.com

Sjáumst við kannski hér?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMSÓKN // FALLEG VERSLUN HJÁ HLÍN REYKDAL

Skrifa Innlegg