fbpx

HEIMSÓKN // FALLEG VERSLUN HJÁ HLÍN REYKDAL

Íslensk hönnun

Ég kíkti í heimsókn til Hlínar Reykdal í fallegu verslunina hennar á Granda fyrir nokkrum dögum síðan, tilefnið var að skoða nýju skartgripalínuna hennar sem ég skrifaði um fyrir stuttu – sjá hér, en einnig til að heilsa upp á Hlín þar sem ég var í nágrenninu (Hafnfirðingar þið skiljið hvað ég meina…) Það er vel þess virði að keyra út á Granda fyrir heimsókn en þarna má finna einstaklega fallegt og skemmtilegt vöruúrval, dálítið í anda þess sem maður finnur í spennandi verslunum “í útlöndum” en svo er líka sérstaklega ánægjulegt að geta verslað beint af hönnuði, en Hlín stendur vaktina daglega ásamt eiginmanni sínum honum Halla. Hversu dásamlegt!

Hlín er ein af þeim sem ég er svo sannarlega með í liði, hún er ekki bara skemmtileg heldur hrikalega klár og smart – og mig langar til að deila með ykkur nokkrum myndum úr versluninni. Þetta var svo skemmtileg heimsókn að ég ætti líklega að gera meira af þessu ♡

Mæli með heimsókn ♡ Fyrir áhugasama þá er verslunin staðsett á Fiskislóð 75, Granda.

Eruð þið að sjá þessa fegurð! Algjör draumur í dós og ég fór ekki alveg tómhent heim enda erfiðara að standast sumar freistingar en aðrar.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

PALLURINN // FYRIR & EFTIR

Skrifa Innlegg