fbpx

HÖNNUNARNÝJUNGAR : MÍNIMALÍSKT STELL FRÁ ROYAL COPENHAGEN

Hönnun

Royal Copenhagen kynnti á dögunum nýtt stell í mínimalískum stíl sem ber nafnið Blueline. Nafnið vísar í bláa línu sem handmáluð er á hvert eintak en auk þess má sjá Royal Copenhagen stimpil sem er einkennandi fyrir þetta stell.

Það hefur lengi þótt vinsælt að blanda saman Royal Copenhagen stelli og á Blueline því án efa eftir að falla vel í kramið hjá mörgum hvort sem þau kjósa að blanda saman eða nota eitt og sér.

Hvernig lýst ykkur á þessa nýjung? Ég er sjálf hrifin af því að blanda saman stellinu og kem líklega til með að næla mér í kaffibolla í safnið.

SVEITARÓMANTÍK HJÁ BLOGGARA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1