fbpx

HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Eftir dásamlegt frí hjá frábærum vinum í Cardiff er ég þó loksins komin heim, heima er jú alltaf best. Vekjaraklukkan hringdi kl.03.20 til að ná rútu upp á flugvöll svo dagurinn hefur verið ansi langur, en þó langaði mig að kíkja aðeins hingað inn og segja hæ. Hún Sigga Elefsen gestabloggari Svart á hvítu yfir HönnunarMars stóð sig svo ótrúlega vel og mér fannst mjög skemmtilegar færslurnar hennar, ég myndi a.m.k. fylgjast með henni ef hún væri með hönnunarblogg! Þegar ég sá hvað hún var að leggja mikla vinnu í færslurnar hvarflaði reyndar að mér að það gæti hreinlega orðið erfitt að koma tilbaka þegar þið eruð orðin vön svo góðu. En hér er ég… og haldiði ekki að ég hafi rænt enn eina ferðina myndum af instagram-inu hennar Rakelar (vinkona mín sem ég var í heimsókn hjá). Hún er nefnilega flutt síðan ég sýndi myndir þaðan síðast og þau búa núna í hrikalega krúttlegu og litlu einbýlishúsi með sætum garði, það vantar alveg úrval af litlum einbýlum hér heima finnst mér, ætli húsið sé ekki nema um 80+ fm á tveimur hæðum og nánast sama leiga og ég greiði fyrir mína íbúð, (ok kannski er ég að deila of miklu, sorry Rakel).

Screen Shot 2015-03-17 at 22.36.25

Við höfum mjög svipaðan smekk og heillumst reglulega af sömu hlutum -helsti munurinn er að hún er ekki jafn bleik og ég:) Við gætum í rauninni sparað mikinn pening bara með því að hreinlega búa saman, og enn meiri pening ef við værum í sömu stærð haha. 
Screen Shot 2015-03-17 at 22.37.00

Við fengum okkur báðar nýlega svona mánaðarplatta eftir Björn Wiinblad, nema það að mínir eru ekki enn komnir upp á vegg síðan fyrir jól.

Screen Shot 2015-03-17 at 22.36.40

Það var kveikt upp í þessum arni á hverju kvöldi en það var frekar kalt inni. Ég er reyndar frekar mikil kuldaskræfa og gæti hreinlega hugsað mér að eiga eitt stykki svona fjarstýrðann arinn.

Screen Shot 2015-03-17 at 22.37.55

Svo er næsta DIY verkefni komið á dagskrá, en Rakel hafði fengið gefins í vinnunni hjá sér svona fölbleikt og fluffy loðvesti sem ég fékk að eiga, en ég hafði verið dálítið skotin í þessum gráa loðna púða sem hún á og því verður vestið klippt niður í fallega púða:) Ef þið horfið til hliðar á litlu auglýsingarnar þá má einmitt sjá mjög svipaðann bleikann jakka á myndinni frá Andreu, nema ég myndi að sjálfsögðu aldrei klippa slíkann niður:)

Rakel á instagram: @rakelrunars

Þangað til næst,

xSvana

KJARTAN ÓSKARSSON

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Sara

    18. March 2015

    Sæl, veistu hvar er hægt að kaupa svipaða seríu á netinu?

  2. Íris

    18. March 2015

    Væri líka til í að vita með seríuna :)

  3. Hólmfríður

    18. March 2015

    Ég er einmitt að fylgja henni á instagram og vá, heimilið hennar og stílinn er svo fallegur.. Það er mjög “gott fyrir augun” að horfa á myndirnar hennar :)

  4. Líf Lárusdóttir

    20. March 2015

    Hvaðan er blómavasinn? :)

  5. Aldís

    6. April 2015

    Hæhæ :-) hvar fær maður mánaðarplattana?

  6. Aldís

    6. April 2015

    Hæhæ :) hvar fékkstu mánaðarplattana?

    • Svart á Hvítu

      7. April 2015

      Hæhæ:) Ég keypti mína á facebooksíðu sem selur notaða hluti, heitir Rauðhetta minnir mig:)