fbpx

KJARTAN ÓSKARSSON

Kjartan Óskarsson var að sýna ljós í Syrusson Hönnunarhúsi, þessi sýning situr klárlega eftir í fyrsta sæti hjá mér. Það voru fjögur ljós þarna sem voru bara aðeins of kúl!

Fyrsta ljósið sem mig langar að sýna ykkur heitir Halo Lamp. Hringurinn er úr eik og ólin er úr leðri, það sem að ég vissi ekki áður en ég kom á staðinn var að með því að toga í leðurólina þá breytir maður styrkleika ljóssins. Ótrúlega skemmtilegt og fallegt ljós. Flott pælingin á bakvið þetta, að þurfa að koma við hlutinn og þannig tengjast honum á annann hátt heldur en að einfaldlega þreifa eftir rofa til þess að slökkva eða kveikja ljósið. Þarna þarftu að skoða hlutinn og toga í hann. Einhvernvegin með því, þá er það orðið meira en bara ljós. Það hefur einhvern “tilgang”
halo

Hérna er svo video af ljósinu þar sem þið sjáið hvernig það virkar.

[vimeo 120240262 w=500 h=274]

—————————————————————————————————————————————-

Þessi lampi hér, Lightcircle er sama concept. Mjög þægilegt og fljótlegt að stilla birtuna á honum og alveg eins og hinn, svo mikið kúl. Standurinn undir hringnum er úr steypu og hringurinn sjálfur úr áli. Efnisvalið fær topp einkunn hjá mér.

ha

—————————————————————————————————————————————-

Þriðja ljósið sem ég ætla að sýna ykkur heitir Forester lamp og er loftljós. Rörin eru úr kopar og eru með LED ljósum innan í. Það skemmtilega við þetta ljós, það er ekkert mál að færa hvert og eitt rör og þannig beina lýsinguni í þá átt sem þú þarft. Algjör snilld yfir borðstofuborð!

e2dc88ca6d7a4db736bb38782a13ee6a

forester700x350

—————————————————————————————————————————————-

Fjórða og síðasta ljósið, Sunrise/set lamp er innbyggður vegglampi. Til þess að auka ljósið á honum þarf maður að færa ljósið ofar og svo aftur niður til að slökkva. Glerið er ótrúlega fallegt á lampanum, það er handblásið svo að það hefur hellings karakter.
IMG_9261Asmall

Finnst ykkur þetta ekki vera flott ? Mér finnst þetta “topp næs” og væri til í að eiga eitt stykki af öllu!

X Sigga Elefsen

SPARK

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anita Elefsen

    17. March 2015

    Vá! Brjálæðislega flott – öll fjögur!