HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS

HeimiliPersónulegt

Þetta er aldeilis ekki í fyrsta sinn sem ég fjalla um vinkonu mína hana Rakel Rúnarsdóttur hér á blogginu og fær hún eflaust að vera fastagestur hér inná þar til ég segi skilið við bloggbransann – sem verður vonandi aldrei. Rakel mín er ekki bara ein af mínum allra bestu vinkonum en eins og ég hef áður sagt ykkur þá stofnuðum við bloggið saman fyrir um 8 árum síðan. Við deilum flestum áhugamálum saman en þar að auki höfum við mjög líkan smekk og ég hrífst af öllu sem hún kaupir sér og svo er það eins á móti. Í dag sýndi ég smá frá heimilinu hennar á Svartahvitu snapchat og verður heimsóknin aðgengileg þar til hádegis þann 13. júlí. Það er orðið ansi huggulegt hjá þeim í firðinum fagra en líka margt eftir að gera sem verður spennandi að fylgjast með.     

Ég sendi á Rakel nokkrar spurningar svo þið kynnist þessari elsku aðeins betur,

Hér búa?  Andri, Rakel, Emil Patrik og Evelyn Alba 

Er þetta draumaeignin ykkar? Húsið kemst ansi nálægt því að vera okkar draumaeign já. Passlega stórt, vel skipulagt, bjart og fallegt og fullkomin staðsetning í grónu og barnvænu hverfi.

Þurfti að gera eitthvað áður en þið fluttuð inn? Þar sem við vorum að flytja til landsins að utan þá þurftum við að flytja strax inn í húsið áður en við gerðum nokkuð. Við máluðum svo mest allt og höfum verið að vinna mikið í lóðinni, bæði að framan og aftan. Einnig voru nokkur viðhaldsverkefni sem þurfti að sinna.

Á eftir að klára mikið? Já mjög mikið, en við erum ekkert að flýta okkur og ætlum að taka nokkur ár í þetta allt saman, eiga fyrir hverju verkefni. Í sumar ætlum við að halda áfram að vinna í lóðinni, byggja pall að aftan o.fl. í þeim dúr. Einnig ætlum við taka efri hæðina alveg í gegn, skipta um gólfefni og mögulega hurðar. Svo á eftir að taka bæði baðherbergin í gegn, opna frá borðstofu og inn í eldhús og taka eldhúsið þá í gegn í leiðinni. Þá munum við líka skipta um öll gólfefni á neðri hæðinni.

Þessi stofa er algjör draumur, ég elska smáhlutahilluna sem er fyrir ofan ofninn þar sem nokkrir af uppáhaldshlutum fá að standa. Gluggarnir eru æðislegir og hleypa rosalega mikilli birtu inn og það er gott að sitja hér og geta horft á krakkana úti að leika. Á efri hæðinni er sjónvarpshol og því fær betri stofan að njóta sín enn betur án þess að sjónvarp trufli.

Ég er bálskotin í þessum lit og gæti vel hugsað mér að mála einn vegg í stofunni minni með honum, svo mildur og bjartur grár litur. Fyrir áhugasama (ég veit þið eruð mörg) þá heitir liturinn Hop Greige og er frá Sérefni eins og öll málningin á heimilinu.

Ikea Eket skápur á veggnum og uppáhalds hluturinn á heimilinu, Panthella lampinn góði. Þarna vantar að vísu Scintilla myndina góðu sem var fjarri góðu gamni í innrömmun.

Borðstofuborðið sem tengdapabbinn smíðaði og Rand mottan kemur hrikalega vel út undir borðinu en ekki sem stofumotta. Glerskápurinn var keyptur notaður á Bland og ljósið er frá Northern Lighting (fæst hér í Módern).

Hér eiga eftir að verða ansi mörg matarboðin!

Hvað er það besta við heimilið? Skipulagið og allir gluggarnir sem hleypa svo mikilli birtu inn.

Uppáhaldshlutur? Verner Panton Panthella lampinn minn og svo verð ég líka að nefna borðstofuborðið okkar sem tengdapabbi smíðaði fyrir mig.

Krúttherbergið hans Emils sem er á efri hæðinni. Blái liturinn heitir Clear Paris frá Sérefni, ég fékk margar fyrirspurnir um hann í dag enda alveg fullkominn mildur blár litur sem myndi einnig njóta sín vel í svefnherbergi. Tunglmyndin “til tunglsins og tilbaka” er eftir Fóu Feykirófu – sjá hér.

Svefnherbergið er fallegt og hugsað út í hvert smáatriði. Liturinn á veggjunum heitir Soft Stone og er frá Sérefni, en þessi litur kemur líka til með að prýða einn vegg í eldhúsinu við tækifæri.

Hvað kom til að þið fluttuð aftur til Íslands? Við erum búin að vera úti meira og minna síðan 2012 svo við vorum alveg tilbúin að koma heim og koma okkur fyrir hér. Svo var maðurinn minn að klára framhaldsnámið sitt og langaði til að koma heim og starfa við það svo við ákváðum bara að nú væri rétti tíminn.

Hvað er svo á döfinni? Ég verð í fæðingarorlofi út sumarið og stefni svo á að fara aftur út á vinnumarkaðinn.

Takk elsku Rakel fyrir að bjóða okkur í heimsókn ♡

Og ef það eru spurningar þá ekki hika við að skilja eftir skilaboð.

HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Eftir dásamlegt frí hjá frábærum vinum í Cardiff er ég þó loksins komin heim, heima er jú alltaf best. Vekjaraklukkan hringdi kl.03.20 til að ná rútu upp á flugvöll svo dagurinn hefur verið ansi langur, en þó langaði mig að kíkja aðeins hingað inn og segja hæ. Hún Sigga Elefsen gestabloggari Svart á hvítu yfir HönnunarMars stóð sig svo ótrúlega vel og mér fannst mjög skemmtilegar færslurnar hennar, ég myndi a.m.k. fylgjast með henni ef hún væri með hönnunarblogg! Þegar ég sá hvað hún var að leggja mikla vinnu í færslurnar hvarflaði reyndar að mér að það gæti hreinlega orðið erfitt að koma tilbaka þegar þið eruð orðin vön svo góðu. En hér er ég… og haldiði ekki að ég hafi rænt enn eina ferðina myndum af instagram-inu hennar Rakelar (vinkona mín sem ég var í heimsókn hjá). Hún er nefnilega flutt síðan ég sýndi myndir þaðan síðast og þau búa núna í hrikalega krúttlegu og litlu einbýlishúsi með sætum garði, það vantar alveg úrval af litlum einbýlum hér heima finnst mér, ætli húsið sé ekki nema um 80+ fm á tveimur hæðum og nánast sama leiga og ég greiði fyrir mína íbúð, (ok kannski er ég að deila of miklu, sorry Rakel).

Screen Shot 2015-03-17 at 22.36.25

Við höfum mjög svipaðan smekk og heillumst reglulega af sömu hlutum -helsti munurinn er að hún er ekki jafn bleik og ég:) Við gætum í rauninni sparað mikinn pening bara með því að hreinlega búa saman, og enn meiri pening ef við værum í sömu stærð haha. 
Screen Shot 2015-03-17 at 22.37.00

Við fengum okkur báðar nýlega svona mánaðarplatta eftir Björn Wiinblad, nema það að mínir eru ekki enn komnir upp á vegg síðan fyrir jól.

Screen Shot 2015-03-17 at 22.36.40

Það var kveikt upp í þessum arni á hverju kvöldi en það var frekar kalt inni. Ég er reyndar frekar mikil kuldaskræfa og gæti hreinlega hugsað mér að eiga eitt stykki svona fjarstýrðann arinn.

Screen Shot 2015-03-17 at 22.37.55

Svo er næsta DIY verkefni komið á dagskrá, en Rakel hafði fengið gefins í vinnunni hjá sér svona fölbleikt og fluffy loðvesti sem ég fékk að eiga, en ég hafði verið dálítið skotin í þessum gráa loðna púða sem hún á og því verður vestið klippt niður í fallega púða:) Ef þið horfið til hliðar á litlu auglýsingarnar þá má einmitt sjá mjög svipaðann bleikann jakka á myndinni frá Andreu, nema ég myndi að sjálfsögðu aldrei klippa slíkann niður:)

Rakel á instagram: @rakelrunars

Þangað til næst,

xSvana

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS ♡

HeimiliHönnunPersónulegtStofa

Ætli þetta sé ekki eitt skemmtilegasta innlitið sem ég hef birt að mínu mati, hér býr ein af mínum allra bestu og frábærustu vinkonum, hún Rakel Rúnars. Ég hef sjálf bara séð brot af heimilinu af og til á Snapchat og suðaði svo í henni að fá fleiri myndir sendar, ég er því að sjá heimilið í fyrsta skipti núna og finnst það alveg ægilega gaman. Rakel flutti nefnilega til Cardiff í haust ásamt fjölskyldunni sinni þeim Andra Ford og syni þeirra honum Emil Patrik. Rakel sem er með masterpróf í tískustjórnun og markaðsfræði (æ nó spennandi!) vinnur hjá bresku fatakeðjunni Peacocks á meðan að Andri er að taka master í Kírópraktík. Við fjölskyldan erum á leið til þeirra í heimsókn í mars og það er talið niður hér á bæ og gaman að sjá hvað það mun fara vel um okkur á þessu fallega heimili.

DSC01542

Við Rakel deilum nánast alveg sama smekk eða u.þ.b. í 90% tilfella og því ekki furða að mér þyki þetta vera æðislega smart heimili. Sófann keyptu þau nýlega en hann er frá Ilva en Rand mottan gerir ofsa mikið fyrir stofuna sem var teppalögð fyrir (bretar eru víst sjúkir í að teppaleggja allt), mér finnst þetta vera ofsalega hlýlegt að hafa teppi á teppi:)

DSC01555

DSC01538

Það verða ófáar kósýstundirnar í þessum horni ♡ Fínu myndina á veggnum keypti Rakel fyrir nokkru og viðbrögðin hjá hennar manni voru svipuð og hjá Andrési þegar hann sá plakatið mitt hahaha. -Svo skemmtilegir þessir kærastar:)

DSC01674

DSC01561

DSC01612

Ég ætla að ræna þessum fluffy púða í mars.

DSC01668

DSC01637

Herbergið hans Emils er líka æðislega fínt.

DSC01640

DSC01633

DSC01569

Rakel var einmitt að minna mig á í kvöld hvað það er fyndið að við séum svona góðar vinkonur í dag því við vorum saman í bekk í unglingadeild og þoldum þá ekki hvor aðra, ef ég man rétt þá þótti henni ég tala of mikið í tímum og mér þótti hún vera frekar mikið snobb. Sem betur fer breyttist það þó fljótlega!

Mikið verður nú gaman að koma bráðlega í heimsókn þangað.

Þið finnið hana á instagram hér: rakelrunars

-Svana

HUGMYNDARÍKU VINKONUR MÍNAR

DIYHugmyndirSkart

Stundum er svo ótrúlega hressandi að hugsa aðeins út fyrir kassann og gefa hlutum sem þú átt nýtt hlutverk. Rakel vinkona er dálítið sniðug og sýndi mér að ég þarf svo sannarlega ekki að sitja uppi með Ikea skartgripatréð sem ég bloggaði um daginn -sjá hér. 

Hún notaði geómetrískt skraut sem hún átti til, ekkert sérstakt notkunargildi í því en það var alltaf ofan á skenk sem punt. Þessu var skellt upp á vegg og þjónar núna þeim tilgangi að vera svona líka fínt skartgripahengi:)
Screen Shot 2014-04-11 at 3.10.39 PM

Svooo sniðugt!

Skrautið keypti hún á sínum tíma í Next Home, en það má að sjálfsögðu nota ímyndunaraflið og nota aðra hluti.

HUGMYNDIR FYRIR BARNAAFMÆLI

HugmyndirPersónulegt

Ég fór í frábært barnaafmæli í dag hjá vinkonu minni henni Rakel Rúnars, það væri nú ekki frásögu færandi nema það að hún toppaði sig alveg í kökuskreytingum og bauð upp á æðislegt köku-mörgæsa-snjóhús. Mynd sem ég birti fyrr í dag á instagram vakti mikla athygli svo ég ákvað að deila fleiri myndum frá afmælinu með ykkur hér:) Vonandi geta aðrar mömmur notið þess og fengið góðar hugmyndir!

IMAG4512

Hann Emil Patrik varð s.s. 3 ára í dag og það var mörgæsaþema í veislunni! Mamma Rakelar bauð húsið sitt í láni svo að allir krakkaormarnir kæmust fyrir, sem betur fer segji ég nú bara!:)

photo copy photo copy 2 photo IMAG4524

Kakan vakti mikla lukku hjá krökkunum!

IMAG4514

Karamelluhrískubbar, poppkorn og melónur!

IMAG4518

Emil káta afmælisbarn að syngja afmælissönginn!

Mér finnst samt áhugavert hvað flestir krakkar rétt snerta bara við kökunum en hakka svo í sig ávexti og poppkorn. -Ég ætla að hafa það í huga þegar kemur að mínum krakkaafmælum:)

DIY DEMANTAMYND

DIYHugmyndir

Vinkona mín hún Rakel Rúnars er smekkkona með meiru. Um daginn var hún að spyrja mig hvort ég ætti til Ikea Ribba ramma sem ég þyrfti að losna við því hún ætlaði að teikna demant á hann! Ég skyldi svo innilega ekki hvað hún ætlaði að búa til og þótti það hálf furðulegt að ætla að teikna á myndaramma.

Útkoman er hinsvegar æðisleg og hún er greinilega listrænni en ég bjóst við;)

Hugmyndin og útfærslan er einföld, “Ég fríteiknaði þetta á blað, setti blaðið svo bakvið glerið og teiknaði eftir því á glerið með sérstökum penna.”

1017361_10202685093069989_912645089_n

En svo á hún líka smekkvinkonur sem voru að gefa henni þennan glæsilega kertastjaka í útskriftargjöf!

@rakelrunars