fbpx

DIY DEMANTAMYND

DIYHugmyndir

Vinkona mín hún Rakel Rúnars er smekkkona með meiru. Um daginn var hún að spyrja mig hvort ég ætti til Ikea Ribba ramma sem ég þyrfti að losna við því hún ætlaði að teikna demant á hann! Ég skyldi svo innilega ekki hvað hún ætlaði að búa til og þótti það hálf furðulegt að ætla að teikna á myndaramma.

Útkoman er hinsvegar æðisleg og hún er greinilega listrænni en ég bjóst við;)

Hugmyndin og útfærslan er einföld, “Ég fríteiknaði þetta á blað, setti blaðið svo bakvið glerið og teiknaði eftir því á glerið með sérstökum penna.”

1017361_10202685093069989_912645089_n

En svo á hún líka smekkvinkonur sem voru að gefa henni þennan glæsilega kertastjaka í útskriftargjöf!

@rakelrunars

HELGARMIX

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

 1. Birna

  26. January 2014

  VÁ! veistu hvernig penna hun notaði ?? eða hvar hun fekk hann :-)

  • Rakel

   26. January 2014

   Ég fékk pennann í Föndru, bað bara um penna fyrir gler og þessi stóð sig vel :)

 2. Lilja

  26. January 2014

  Er hægt að panta svona hjá henni? æðisleg mynd :)

 3. Bára

  26. January 2014

  Ekkert smá flott !!

 4. Disa

  26. January 2014

  Er hvítt blað á bakvið?

  • Rakel

   27. January 2014

   Nei það er ekkert blað á bakvið glerið, bara veggurinn :)

 5. Elísabet Gunn

  27. January 2014

  En smart hjá Rakel. Og heppin að eiga vinkonur sem gáfu henni fína kertastjakann.

 6. Jóna

  27. January 2014

  Vá! Er einmitt búin að vera á leiðinni að senda demantamynd í prentun og skella henni í ramma upp á vegg, en þessi hugmynd er ennþá flottari! Hugsa að ég steli þessarri snilldar hugmynd og skelli í eina svona inn til mín.

 7. Karen Lind

  27. January 2014

  Nice….. elska þennan marmaraplatta líka – hvar fékkstu hann Rakel? :)

  • Rakel

   27. January 2014

   Já hann er æðislegur, er frá Bloomingville :)

   • Karen Lind

    27. January 2014

    Ah takk f. svarið – hann er mjög flottur!

 8. Margrét

  27. January 2014

  Ótrúlega flott hjá henni! Kertastjakinn geggjaður líka ;)

 9. Hugrún Ósk

  27. January 2014

  sjúklega flott! elska demanta. ég á einmitt 2x ribba ramma sem ég er ekki að nota, en hentugt!

 10. Agla

  29. January 2014

  Rachel snilli ;)