fbpx

H&M HOME KYNNIR SÍNA ALLRA FYRSTU SAMSTARFSLÍNU! MEÐ JONATHAN ADLER!

H&M homeHönnun

Ég tryllist þetta eru svo æðislegar fréttir !

H&M HOME kynnti í dag samstarf sitt með engum öðrum en stjörnuhönnuðinum Jonathan Adler! Ég dái og dýrka þennan mann – stíllinn hans er engum líkur og fer hann svo sannarlega sínar eigin litríku leiðir. Ég held mikið upp á bækurnar hans og og heimilin hans eru demantar og konfekt fyrir augun – þarf aldeilis að rifja þau upp með ykkur á næstu dögum. Jonathan Adler vinnur eftir þeim gildum að heimilin okkar eigi að gera okkur hamingjusöm og öllu framar “ef að erfingjar þínir munu ekki rífast um það, þá mun ég ekki búa það til.” 

“Með sameiginleg ástríðu fyrir persónulegum og vönduðum heimilum, erum við spennt að kynna fyrir ykkur að okkar fyrsta hönnunar samstarfsverkefni verður við ameríska hönnuðinn, keramíkerinn og bókahöfundinn Jonathan Adler. Samstarfslínan inniheldur úrval af djörfum skrautmunum eins og skúlptúra, vasa, bakka og ílát, einnig  bolla, kerti, púða og teppi. Með björtum litum, mynstri og djörfum áherslum mun þessi lína hvetja viðskiptavini til að búa glæsilega. Jonathan Adler og H&M HOME línan verður fáanleg í völdum verslunum ásamt hm.com þann 14. nóvember”. 

Fréttatilkynninguna þýddi ég sjálf – og bíð eftir upplýsingum hvort vörurnar koma til með að fást á Íslandi! 

*Uppfært. Línan kemur því miður ekki til Íslands svo við fylgjumst spennt með á HM.com og sendum á vini og vandamenn góssið.

 “Það hefur verið draumur að vinna með H&M HOME. Ég vona að fólk hafi gaman af línunni, jafn mikið og ég naut þess að hanna hana (en meira en nokkuð vona ég að ég geti nú kallað mig heiðurs svía.” Jonathan Adler.

VÁ VÁ VÁ

Eins og við vitum flest þá hefur H&M unnið með mörgum stærstu og virtustu tískuhönnuðum í heiminum þegar kemur að samstarfslínum þeirra og H&M HOME ætlar aldeilis að feta sama veg! Bravó og ég get ekki beðið eftir að sjá útkomuna enda geggjaður hönnuður!

Hversu geggjuð týpa – þið verðið að horfa á video-ið hér að ofan. Ég þarf einnig að sýna ykkur eina uppáhalds heimilis bókina mína sem er einmitt eftir þennan snilling.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SMEKKLEGA INNRÉTTUÐ LÍTIL ÍBÚÐ MEÐ FLOTTUM MYNDAVEGG

Skrifa Innlegg