Ég féll fyrir þessu heimili þegar ég sá eldhúsið sem er einstaklega sjarmerandi, bleik Flower Pot ljós eftir Verner Panton hanga yfir innréttingunni sem gefa eldhúsinu mikinn karakter en oftar sjáum við ljóskastara sem vinnuljós í eldhúsi. Veggirnir eru í grá-græn-brúnum lit (haha) sem teygir sig yfir í öll rými heimilisins sem gefur svo fágað yfirbragð. Heimilið er hlýlegt og með persónulegan stíl, ég er mjög hrifin af gamla glerskápnum yfir sófanum og háu vegglistarnir eru líka algjör draumur.
Kíkjum í heimsókn –
Myndir // My Scandinavian Home
Ég elska svona óræða og mjúka liti … hvorki grátt né grænt, heldur fullkomin blanda með dass af brúnum! Og svo þegar liturinn teygir anga sína yfir í fleiri en eitt rými verður útkoman nánast án undantekninga algjört æði! Hvað finnst ykkur?
Skrifa Innlegg