Bleika herbergið hennar Birtu Katrínar hefur aldeilis tekið á sig mynd eftir að fallegu húsgögnin frá Nofred komu heim, en þau höfðu verið lengi á óskalistanum. Klassíski Músastóllinn er fullkominn fyrir barnaherbergi og hef ég ekki séð jafn fallegt barnahúsgagn áður. Borðið sem er einnig frá Nofred býður upp á allskyns skemmtilega leiki og hefur mín dama mjög gaman af því að dúlla sér við borðið með bollastellið sitt eða önnur leikföng. Fyrir stuttu síðan var afmælisveisla haldin hér á heimilinu og voru nokkrar litlar frænkur sem dunduðu sér í þessu horni alla veisluna. Spegillinn sem hengdur er upp í barnahæð setur punktinn yfir i-ið og það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með ólíkum leikjum sem lítil kríli taka uppá fyrir framan spegilinn með leikföng á meðan þau pota í nefið eða tosa í eyru ♡
Húsgögnin og spegillinn er frá Nofred sem fæst í Epal / samstarf
Hér er allskyns dýrum raðað upp og svo leikið með í speglinum. Krókarnir undir speglinum eru mjög hentugir og því passar spegillinn einnig sérstaklega vel í forstofu eða öðrum rýmum heimilisins.
Danska hönnunarmerkið Nofred er ótrúlega spennandi og skapa þau alveg einstaklega falleg og vönduð húsgögn og smávörur fyrir börn sem hugsuð eru til þess að fara kynslóða á milli og hef ég fulla trú á því enda mjög klassísk hönnun.
Birta Katrín í smá leik – stuttu áður en spegillinn var hengdur upp:)
Ég hef annars loksins verið að dúlla mér meira við barnaherbergið og það fer ansi vel um mína dömu hér inni – þó hún kjósi oft að sofa á milli foreldra sinna. Það verður næsta verkefni! Bambamottuna á gólfinu keypti ég fyrir stuttu í Epal en hún er frá Sebra merkinu og var á mjög góðu verði. Það gerir herbergið töluvert hlýlegra að bæta við mottu á gólfið og er notalegra að sitja núna með henni að leika.
Rúmið er Sebra frá Epal en það stækkar með barninu sem er frábær viðbót og gerir þessa klassísku hönnun að góðri fjárfestingu. Ég keypti nýlega þennan stuðkant ofan í rúmið frá Sebra sem er eins og ormur og gerir rúmið ennþá meira kósý. Óróinn fyrir ofan rúmið gjöf og var keyptur á Etsy síðunni:) Svanurinn er spiladós og fékk Birta Katrín hann í fæðingargjöf frá ömmu sinni og afa – keyptur í Bíumbíum.
Bambinn er leikfang sem Bjartur stóri bróðir hennar fékk í fæðingargjöf og nýtur sín vel 7 árum síðar. Ég er nokkuð viss um að hann sé ennþá í sölu frá Sebra:) Dótakassarnir eru frá HAY og keypti ég þá í Epal.
Bæði börnin mín eru með stól inni hjá sér svo hægt sé að tilla sér og lesa fyrir þau. Bleiki Dropinn á venjulega heima í eldhúsinu en passar einnig vel í bleika herbergið hennar Birtu:) Regnboginn er í miklu uppáhaldi en hann fékk Birta Katrín í 1 árs afmælisgjöf frá systir minni. – Keyptur í Nine kids.
Ég kem til með að uppfæra þessa bloggfærslu í dag þegar ég finn nafnið á litnum á veggjunum. Hann er frá Sérefni ásamt gólflistum og rósettu. Best væri auðvitað að nefna litinn Birta ♡ Liturinn er alveg ljósbleikur og bjartur sem mér finnst henta mjög vel í svona litlu herbergi og kemur svo vel út á móti hvítum gólflistum og gardínum. Það er helst efsta myndin sem skilar litnum réttum á mynd – en eftir að það er farið að dimma svo á daginn er ansi erfitt að taka myndir í góðu ljósi.
Takk fyrir að lesa – þangað til næst fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg