fbpx

DEMPAÐIR LITIR & STÍLHREINT HEIMILI

Heimili

Ljósbrúnn og mildur litur teygir anga sína um öll rými á þessu heimili og skapar notalega heildarstemmingu. Litapallettan samanstendur að mestu leyti af nokkrum ljósbrúnum / beige litartónum ásamt hvítum en sjáið hvað það er “mikilvægt” að hafa svartan lit með þá í nokkrum húsgögnum og skrautmunum til að skapa andstæður og meiri dýpt. Svart sófaborð, stólar og blómavasar og útkoman verður ekki eins flöt sem getur gerst þegar eingöngu ljósir litir eru notaðir.

Ég hef undanfarið verið að leita mér að borðstofuborði og farið yfir mjög margar útgáfur í leit að hinu eina sanna sem ég vil hafa mjög einfalt og alls ekki of dýrt. Borðið sem er á þessu heimili er á ágætis verðbili, það er frá Ferm living og hægt er að kaupa borðfæturnar sér og borðplötuna sér. Ég er hrifin af þessum heimilisstíl, nútímalegur skandinavískur stíll þar sem fáir en góðir hlutir fá sín notið í vel valdri litapallettu. – Eins gott að það komi ekki einhver gestur færandi hendi með bláan blómavasa handa húsráðendum haha.

Þetta fína loftljós heitir Ellipse og fæst hjá Dimm – 

Myndir : Bjurfors fasteignasala 

NÝJA IITTALA HAUSTLÍNAN ER GEGGJUÐ! BLETTATÍGURMYNSTUR OIVA TOIKKA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Lára

    6. October 2021

    Mjööög fallegt!