fbpx

NÝJA IITTALA HAUSTLÍNAN ER GEGGJUÐ! BLETTATÍGURMYNSTUR OIVA TOIKKA

iittalaÓskalistinn

Þegar að Iittala framleiðir blettatígursmynstraða vörulínu þá er hátíð á bæ hjá mér! Uppáhalds Iittala og mitt allra uppáhalds mynstur hefur sameinast í eina æðislegustu vörulínu sem ég hef séð! Jiiiiminn mig langar í nánast alla hlutina ♡

Vörulínan heitir The Curious mind of Oiva Toikka, en finnski glerlistamaðurinn Oiva Toikka hlaut heimsfrægð fyrir dásamlegu gler fuglana sína sem hann hannaði fyrir Iittala. Oiva Toikka er einn af þeim sem stendur uppúr þegar litið er yfir hönnunarsöguna og ekki að ástæðulausu. Hann var þekktur fyrir litríka og líflega sköpunargáfu sína og einstakt handverk. Mynstrin sem einkenna nýju vörulínuna eru byggðar á áður óuppgötvuðum teikningum úr skjalasafni Toikka en hann lést fyrir um tveimur árum síðan. Iittala færir okkur nú hans frábæra ímyndunarafl og sköpun í fallegum heimilisvörum sem heilla svo sannarlega. Textílvörur, borðbúnaður, taupokar, skrautmunir úr pappír og fleira fínerí.

Ég veit varla hvar ég á að byrja mér þykir þetta svo falleg lína, hlébarðateppið, plakatið, handklæðin, taupokinn, og geymsluboxin. Allt komið beina leið á óskalistann minn:)

Ég eignaðist í sumar minn fyrsta Oiva Toikka glerfugl frá Iittala og var það margra ára draumur að rætast. Einn af mínum uppáhalds hönnuðum og þessi nýja vörulína í hans nafni gleður mig svo ótrúlega mikið.

The Curious mind of Oiva Toikka er núna komin í verslanir – sjáðu úrvalið hér. 

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

LITRÍK & FRUMLEG PLAKÖT EFTIR POPPYKALAS

Skrifa Innlegg