Alltaf verð ég jafn ánægð þegar ég rekst á svona fallegar íbúðir. Húsráðandinn virðist alveg vera með puttann á púlsinum þegar kemur að innanhússtrendnum en þau eru ófá í þessari litlu en smekklega innréttuðu íbúð. Þetta er akkúrat það sem ég þurfti á að halda svona í lok erfiðrar vinnuviku þar sem ég hef meira og minna verið veik, að fyllast innblæstri fyrir komandi helgi. Það eru nefnilega næg verkefni á dagskrá, bæði er framundan einn skemmtilegasti tími ársins en þá er jafnframt nóg að gera sem bloggari, allar jólagjafahugmyndirnar sem þarf að taka saman og það eru ófá jólainnlitin sem ég ætla að sýna ykkur. En fyrst af öllu þá er að jólaskreyta heimilið því gatan mín hefur fengið það hlutverk að vera jólagata í Hafnarfirðinum í samstarfi við Jólaþorpið sem opnar í kvöld kl.18:00 og þarf þá ekki að sýna smá lit og skella að minnsta kosti smá jólaljósum í glugga.
Byrjum á því að skoða þessu fallegu íbúð og svo meira um Hafnarfjörðinn minn neðst í færslunni…
Falleg íbúð ekki satt?
Ef ykkur vantar að fyllast smá jólaanda þá mæli ég með því að kíkja í Hafnarfjörðinn í kvöld þar sem jólaþorpið opnar kl.18:00 og kveikt verður á jólatrénu við hátíðlega athöfn við Thorsplan. Sumar verslanir eru með opið til 20:00, en meðal þeirra er teiknarinn hún Heiðdís Helgadóttir sem fagnar árs afmæli verslunarinnar sinnar og er með 10-50% afslátt af öllum teikningunum sínum. Það er því nóg um að vera, vonandi sjáumst við í firðinum fagra:)
Skrifa Innlegg