fbpx

SVONA BÝR EINHLEYPUR 3JA BARNA FAÐIR Í STOKKHÓLMI

Heimili

Ég veit að fyrirsögnin er mögulega ekki sú besta… en ég verð alltaf svo glöð þegar ég rekst á falleg heimili þar sem karlmaður hefur haft sem mest að segja um heimilið. Hér býr sænski tískusjarmörinn Daniel Lindström ásamt þremur börnum sínum og hefur hann komið sér vel fyrir í Stokkhólmi með útsýni yfir paradísina Djurgården. Heimilið er málað í hlýjum gráum tón og klassíska hönnun er að finna í hverju horni. Stíllinn er fágaður og það er ekki annað hægt að segja en að herra Daniel sé alveg “meðetta”.

   

Hömmm… fallegur stóll… eða þið vitið

Myndir via Residence

Uppáhalds hluturinn minn á heimilinu er án efa klassíski hjólavagninn / Trolley  eftir Alvar Aalto frá Artek og leðurklædda Sjöan á skrifborðsfótum er síðan alveg einstök. Ég hefði einnig ekkert á móti þessum líflegu svölum!

Hvað er í uppáhaldi hjá ykkur á þessu heimili?

SUMARGJÖFIN @SVANA.SVARTAHVITU

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. María Rut

  27. July 2017

  “Nándin” í litla stofuhorninu við stigann <3

  • Svart á Hvítu

   31. July 2017

   Svo falleg og notaleg stofan, langflestir vilja einmitt hafa stofuna sína sem stærsta en þetta virkar svo vel:)

 2. Anna

  29. July 2017

  Fallega ljósið á skrifstofunni. Svona ljós var á minu æskuheimili:)