fbpx

HEIMA HJÁ RAKEL RÚNARS ♡

HeimiliHönnunPersónulegtStofa

Ætli þetta sé ekki eitt skemmtilegasta innlitið sem ég hef birt að mínu mati, hér býr ein af mínum allra bestu og frábærustu vinkonum, hún Rakel Rúnars. Ég hef sjálf bara séð brot af heimilinu af og til á Snapchat og suðaði svo í henni að fá fleiri myndir sendar, ég er því að sjá heimilið í fyrsta skipti núna og finnst það alveg ægilega gaman. Rakel flutti nefnilega til Cardiff í haust ásamt fjölskyldunni sinni þeim Andra Ford og syni þeirra honum Emil Patrik. Rakel sem er með masterpróf í tískustjórnun og markaðsfræði (æ nó spennandi!) vinnur hjá bresku fatakeðjunni Peacocks á meðan að Andri er að taka master í Kírópraktík. Við fjölskyldan erum á leið til þeirra í heimsókn í mars og það er talið niður hér á bæ og gaman að sjá hvað það mun fara vel um okkur á þessu fallega heimili.

DSC01542

Við Rakel deilum nánast alveg sama smekk eða u.þ.b. í 90% tilfella og því ekki furða að mér þyki þetta vera æðislega smart heimili. Sófann keyptu þau nýlega en hann er frá Ilva en Rand mottan gerir ofsa mikið fyrir stofuna sem var teppalögð fyrir (bretar eru víst sjúkir í að teppaleggja allt), mér finnst þetta vera ofsalega hlýlegt að hafa teppi á teppi:)

DSC01555

DSC01538

Það verða ófáar kósýstundirnar í þessum horni ♡ Fínu myndina á veggnum keypti Rakel fyrir nokkru og viðbrögðin hjá hennar manni voru svipuð og hjá Andrési þegar hann sá plakatið mitt hahaha. -Svo skemmtilegir þessir kærastar:)

DSC01674

DSC01561

DSC01612

Ég ætla að ræna þessum fluffy púða í mars.

DSC01668

DSC01637

Herbergið hans Emils er líka æðislega fínt.

DSC01640

DSC01633

DSC01569

Rakel var einmitt að minna mig á í kvöld hvað það er fyndið að við séum svona góðar vinkonur í dag því við vorum saman í bekk í unglingadeild og þoldum þá ekki hvor aðra, ef ég man rétt þá þótti henni ég tala of mikið í tímum og mér þótti hún vera frekar mikið snobb. Sem betur fer breyttist það þó fljótlega!

Mikið verður nú gaman að koma bráðlega í heimsókn þangað.

Þið finnið hana á instagram hér: rakelrunars

-Svana

"HVAÐA BARN ER ÞETTA?"

Skrifa Innlegg

33 Skilaboð

 1. Reykjavík Fashion Journal

  18. January 2015

  Þið Rakel eruð með svo einstaklega fallegan og stílhreinan smekk! Æðislegt innlit og myndir sem mig er búið að langa til að sjá lengi ;) Ofboðslega er flott hjá þér elsku Rakel***

 2. IngaBonita

  18. January 2015

  Já sammála. Flottasta innlitið!…

 3. Hólmfríður

  18. January 2015

  okei vá, mér fallast hendur þetta er svo fallegt heimili! Greinilega mikil smekkkona :)

 4. Íris Dögg Haraldsdóttir

  18. January 2015

  Ótrúlega fallegt heimili. Mér finnst barnaherbergið æðii ! Hvaðan eru körfurnar með dýrunum á og sænguverið ? :)

  • Svart á Hvítu

   18. January 2015

   Bæði frá H&M home en því miður ekki ennþá til dálítið síðan þetta var keypt:/

 5. HÚSASUND

  18. January 2015

  Fallegt heimili, sammála þér með mottuna :)

  .diljá

 6. María

  19. January 2015

  Guð hvað þetta er fallegt. Veistu hvaðan borðstofuborðið er?

 7. Sigrún

  19. January 2015

  Þetta er fullkomið heimili☺️ veistu hvar hún fékk röndótta teppið i stofunni og doppótta i barnaherberginu?

  • Svart á Hvítu

   19. January 2015

   Röndótta er allavega frá ikea og er enn til, skal tékka með hitt, líklegast líka ikea:)

 8. Áslaug Þorgeirs.

  19. January 2015

  FABULOUS heimili hjá DúlluRakel okkar! Ég vona að ég sjái það (og þau) sem fyrst með berum augum :)

 9. Ellen

  19. January 2015

  Hæ hæ
  Veistu hvort eldhússtólarnir fáist hér á landi?

  • Svart á Hvítu

   19. January 2015

   Þessa stóla fengum við saman í Góða Hirðinum, en svona nýjir fást í Epal og eru frá TON:)

 10. Kristín Magnúsdóttir

  19. January 2015

  Gullfallegt heimili! Ekki veistu hvaðan hvítu hillurnar eru, þessar sem eru í barnaherberginu? :)

 11. Elísabet Gunnars

  19. January 2015

  VERY VERY NÆS!!

 12. Kristbjörg Tinna

  19. January 2015

  Looooovely heimili!!!! Og ennþá meira lovely vinkona ;)

 13. Sigrún

  19. January 2015

  Fann hina þær eru báðar úr Ikea held ég takk kærlega Svana

 14. Thelma

  19. January 2015

  Veistu hvaðan serían er sem er hangandi inni í stofunni? Eða hvar ég get fengið svipaða? :)

  • Svart á Hvítu

   19. January 2015

   Þessi er frá Bauhaus, hefur ekki verið til þar í smá tíma. Til svipaðar frá House Doctor en með glerperum (þessar eru úr plasti) gætir tékkað hjá Tekk:)

 15. Agla

  20. January 2015

  Svo fínt :) :)

 16. Soffía

  20. January 2015

  Hvaðan er náttborðið í barnaherberginu :) ?

 17. Fatou

  20. January 2015

  Svo mikil smekkkona hún vinkona okkar **

 18. Kristjans

  20. January 2015

  Gullfallegt heimili hjá vinkonu þinni
  Var að spá hvort myndin í stofunni sé til á islandi
  Kær kveðja

  • Svart á Hvítu

   20. January 2015

   Þessi af konunni? Sú mynd held ég að fáist bara í búðinni hennar Lottu Agaton í Stokkhólmi! En bláa myndin er frá Scintilla og er ekki lengur til….
   Ekki mikið gagn í þessum upplýsingum því miður:)

 19. Sveindís

  20. January 2015

  Fæst svarti lampinn á Íslandi? Sem er hjá Scintilla myndinni? :)

  • Svart á Hvítu

   21. January 2015

   Svona lampi fæst bara í Epal á Íslandi, er eftir Arne Jacobsen

 20. Herdís

  20. January 2015

  Fallegt innlit. Hvar fær maður þennan svarta litla borðlampa?

 21. Drífa

  21. January 2015

  Hæ hæ. Veistu nokkuð hvaðan spegillinn er, þessi ljósi hringlaga með bandinu?

 22. Anonymous

  21. January 2015

  Rakel er svo smekkleg og falleg líka xxx