fbpx

“HVAÐA BARN ER ÞETTA?”

Veggspjöld

Ég pantaði mér þetta fína plakat rétt fyrir jólin en viðbrögðin frá mínum voru ekki alveg eins og ég hafði vonað, “hvaða barn er þetta” spurði hann mjög hneykslaður á að mér þætti þetta vera svona fínt. Plakatið er ljósmynd úr seríunni The birthday party eftir Vee Speers sem er heimsfrægur ljósmyndari frá Ástralíu og hefur myndaserían farið víða um netheima og þið kannist eflaust mörg hver við þessa ljósmynd. 
5a038ab9144016c4040dc493163aca91 995854f6e231d4298ccb0dd9aec2358c

Ég kann nefnilega vel að meta það að ég sé ekki alltaf ein með skoðanir á heimilinu en ég er svona oftast alráðandi í þessum efnum:) Því ætla ég að selja plakatið svo einhver fái nú að njóta þess, æj ég á líka hvort sem er of mörg plaköt.

Plakatið er 50×70 cm og selst á 7 þúsund kr eða hæstbjóðanda. Áhugasamir sendi mér póst á svartahvitu(hjá)trendnet.is.

-Svana

HEIMILI LOTTU AGATON TIL SÖLU

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Kristín Sjöfn Ómarsdóttir

    17. January 2015

    Er hún seld ?

    • Svart á Hvítu

      17. January 2015

      Ekki farið nei, en búið að bjóða 7 í það. Er að hugsa þetta smá:)

  2. Stefanía

    17. January 2015

    Sæl Svana,
    Hvaðan keyptirðu plaggatið?
    Er búin að vera að leita en það er alltaf uppselt.

    • Svart á Hvítu

      17. January 2015

      Hjá Fotografiska safninu, þeir senda því miður ekki til Íslands.

  3. Arna

    19. January 2015

    Haha Svana! Ég sá þessa mynd (útprentaða í lítilli útgáfu) hjá vinkonu minni og spurði hvaða fallega barn þetta væri. Hún sagði að allir spyrðu þessarar spurningar og kærastanum hennar fannst algerlega fáránlegt að hafa mynd af ókunnugu barni hangandi í stofunni.

    • Svart á Hvítu

      19. January 2015

      Hahaha þeir eru eflaust ófáir sem skilja ekki konurnar sínar þegar kemur að heimilispælingum, mér finnst þetta mjög fyndið:)