fbpx

HAUSTIÐ ER KOMÐ : FALLEGIR LAMPAR & KERTASTJAKAR FRÁ IITTALA

iittalaSamstarf

Finnst ykkur ekki notalegt hvað það er komið mikið myrkur á kvöldin. Ég elska þegar haustið gengur í garð og ég fyllist orðið meiri ró. Á kvöldin kveiki ég á lömpum og jafnvel á nokkrum kertum og kem mér vel fyrir uppí sófa með góðan þátt á eða skemmtilegt tímarit. Það verður ekki notalegra að mínu mati.

Ég tók saman nokkrar fallegar stemmingsmyndir frá Iittala sem mér finnst fanga svo vel þessa notalegu hauststemmingu. Fallegir lampar og kertastjakar sem fegra hvert heimili.

Núna standa yfir lampadagar í ibúðinni frá 3. – 30. september og eru allir lampar á 15% afslætti.

Iittala lamparnir eru gullfallegir og klassískir. Ég elska minn Virva lampa sem ég er með í svefnherberginu, svo þægileg birtan sem hann gefur frá sér. Leimu lampinn er einnig algjör hönnunarklassík og Lantern og nýjasti lampinn Putki er svo fallegur.

Iittala er einnig með alveg einstakt úrval af kertastjökum og það er sífellt að bætast við, nýjir litir eða vörulínur til að halda aðdáendum á tánum. Það eru til skemmtileg myndbönd sem ég mætti rifja upp á næstunni hér á blogginu sem sýna hvernig kemur vel út að para saman Iittala kertastjökum í ólíkum litum. Ég hef verið að safna glærum / möttum frá Iittala í ólíkum gerðum og finnst það koma svo vel út. Þið getið skoðað úrvalið af kertastjökum t.d. hér og Iittala lömpum hér hjá ibúðinni en þó má finna þetta uppáhalds finnska hönnunarmerki í mörgum betri verslunum ♡

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

EFTIRSÓTTUSTU BLÓMAVASARNIR Í DAG? ANISSA KERMICHE FAGNAR KVENLÍKAMANUM

Skrifa Innlegg