fbpx

EFTIRSÓTTUSTU BLÓMAVASARNIR Í DAG? ANISSA KERMICHE FAGNAR KVENLÍKAMANUM

HönnunÓskalistinn

Mjúkar línur kvenlíkamans í sinni fegurstu mynd einkenna einstaka blómavasa frá Anissa Kermiche sem hafa vakið mikla eftirtekt. Fjallað hefur verið um verk Anissa í helstu tískutímaritum heims á borð við Vogue, Elle og Harper’s Bazaar og verslanir sem selja hönnun hennar eru á heimsmælikvarða á við My Therese, Net-a-porter, Conran Shop og Liberty London.

Vasarnir hennar þykja mjög eftirsóttir og hefur verið margra mánaða bið eftir þeim í verslunum. Hér heima hefur Norr11 selt valdar vörur frá Anisse – uppseldar í bili sá ég en þó væntanlegar.

Anissa Kermiche lærði upphaflega verkfræði og tölvunarfræði áður en hún fékk sig fullsadda af því fagi og lagði leið sína í margrómaða listaháskólann Central Saint Martins í London þar sem hún lærði skartgripahönnun og náði miklum árangri í því fagi áður en hún leitaði enn á nýja braut og hóf að framleiða heimilisvörur sem eru engu líkar. Vasarnir hennar fagna svo sannarlega kvenlíkamanum í sínum fallegu formum. Love Handles er “one of a kind” þvílíkt listaverk og ekki að ástæðulausu hversu eftirsóttur vasinn er.

“Aðdáun Anissa Kermiche fyrir verkum myndhöggvarans Constantin Brancusi kemur bersýnilega fram í holduga formi þessa hvíta vasa Love Handles. Yfirborð vasans er slétt og áhersla lögð á vasann með tveimur litlum handföngum. Hægt er að fylla derrière-lagaða vasann með blómum eða einfaldlega njóta hans sem listverks.” Norr11.

Fyrir áhugasama þá er hægt að kynna sér nánar verk Anisse hér

Algjör draumur – ég gæti svo sannarlega hugsað mér að eignast svona listaverk.

Fylgstu með á instagram @svana.svartahvitu 

LAGERSALA DIMM ÞANN 1. & 2. SEPTEMBER

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    7. September 2021

    ELSKA!