10 TRYLLT LJÓS

HönnunVerslað

Ljós og lampar eru skartgripir heimilisins – og eru einnig eitt það skemmtilegasta sem ég safna fyrir utan stólana mína. Ég á mér ekkert eitt uppáhalds ljós enda alveg ómögulegt að gera upp á milli þeirra allra enda úrvalið ótrúlega gott. Ný ljós bætast reglulega við óskalistann minn og gæti ég gert svona topp 10 lista vikulega. Hér eru 10 tryllt ljós í öllum mögulegum gerðum og fyrir hvaða rými sem er – veldu nú það sem þér þykir best!

//1. Kúluljós frá Hübsch – Línan. //2. Futura frá Ebb&Flow – Dúka. //3. Vertigo eftir Constanse Guisset. //4. Veggljós frá Design By Us – Snúran. //5. Semi frá Gubi – sérpöntun Epal. //6. 265 eftir Paolo Rizatto frá Flos – Lumex. //7. Töff vegglampi – Byko. //8. Leimu lampi frá Iittala – Iittala verslunin. //9. Borðlampi frá Ebb&Flow – Dúka. //10. Veggljós frá Design by Us – Snúran. //

Þið megið síðan alltaf láta mig vita ef það eru óskir varðandi svona topp 10 færslur:)

@HOME: LAMPAR

HeimiliHönnun

Þar sem það eru engin ljós í loftunum hérna heima hjá mér “neyðist” ég til að hafa lampa á hverju horni. Nýjasti og jafnframt uppáhalds lampinn þessa stundina er lampi frá danska merkinu H.Skjalm P. Ég keypti minn í versluninni þeirra í Kaupmannahöfn og tróð honum í ferðatöskuna mína ásamt Caio marmara lampanum frá ítalska hönnunarteyminu EmmePi. En ef ég væri nú bara á Íslandi þar sem ekki er þverfóta fyrir skandinavískri hönnun að þá hefði ég einfaldlega bara farið í Modern og keypt H.Skjalm P. lampann þar :-)

unnamed-4

unnamed-1

Koparskálin er einnig frá H. Skjalm P.

unnamed-3

 Það sem gerir báða lampana svona semmtilega, finnst mér, eru perurnar. Birtan frá þeim er svo mjúk og góð og því er mjög notalegt að kveikja á þeim á kvöldin.

standard6-1

Perurnar sem eru í lömpunum mínum eru frá H.Skjalm P en ég veit að það fæst eitthvað svipað í BYKO – og því um að gera að hressa gamla lampa við með nýjum og fínum perum.

.. ef janúar er ekki ákkúrat rétti mánuðurinn til að hafa notalega birtu í stofunni/svefnherberginu, að þá veit ég ekki hvað ;-)

Á ÓSKALISTANUM: IKEA RANARP

IkeaÓskalistinn

Ég er dálítið mikið skotin í þessum Ranarp lömpum þó að nýr lampi sé algjörlega í síðasta sæti á forgangslistanum mínum þessa dagana. Ég get þó ómögulega ákveðið hvaða týpa yrði fyrir valinu, ég féll upphaflega fyrir gólflampanum þegar ég rakst á hann nýlega í heimsókn en mig vantar alls ekki nýtt ljós í stofuna mína svo hann er eiginlega off. Borðlampinn væri hinsvegar mjög flottur á vinnustofuna og vegglampinn mögulega sem lesljós í svefnherbergið.

dcfe66de5c74cb004ff42a6918c33943 4d716ac29590cb49aa955f90ad076b6d96e3c30c06c96b46beb071e248c6e0cf

079b25c6d36545d323da3f40a5790f9e

Ég ætlaði reyndar ekki að trúa því fyrst að þetta væri frá Ikea þegar ég sá lampann fyrst. Gylltu detailarnir og svart-hvíta rafmagnssnúran gera ótrúlega mikið fyrir heildarlúkkið og gerir hann örlítið meira “júník” þrátt fyrir að vera fjöldaframleidd vara.

Algjört bjútí, og svo er verðið alveg nokkuð fínt verð ég að segja:)