fbpx

ÓSKALISTINN // TACCIA & SNOOPY FRÁ FLOS

HönnunKlassíkÓskalistinn

Óskalistinn að þessu sinni hefur að geyma tvo glæsilegustu lampa hönnunarsögunnar en það eru Taccia og Snoopy lamparnir frá Flos sem eru báðir hannaðir af þeim bræðrum Achille og Pier Giacomo Castiglioni. Castiglioni bræður eru á meðal mestu snillinga sem uppi hafa verið og má finna verk þeirra á helstu hönnunar og listasöfnum um allan heim, flestir þekkja a.m.k. Arco lampann (1962) sem er einnig eftir Castiglioni bræður. Taccia lampinn leit dagsins ljós árið 1962 og stuttu síðar eða 1967 kemur Snoopy lampinn út en á þessum tíma þykja þessir lampar mjög framúrstefnulegir. Taccia og Snoopy eiga það þó sameiginlegt að hafa staðist tímans tönn og þykja í dag mjög eftirsóknaverðir – enda skal ekki furða þar sem þeir eru alveg gífurlega fallegir og ég vona að einn daginn verði annar þeirra minn ♡

Taccia er þessi hér að ofan, og Snoopy er fáanlegur með svörtum, grænum eða appelsínugulum skermi.

Hönnunaríkon eins og þau gerast best – hvor þeirra þykir ykkur fallegri?

Fyrir áhugasama þá er FLOS fáanlegt hjá Lumex hér á Íslandi.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

NÝTT FÍNERÍ FRÁ STRING // BLUSH & BEIGE

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Guðrún Hafdís Arnljótsdóttir

    2. February 2019

    Taccia???

  2. Tinna

    3. February 2019

    Taccia! Á þannig svartan og finnst hann óendanlega fallegur <3