Það er alltaf jafn ánægjulegt að skoða hollensk heimili en þau eiga það gjarnan sameiginlegt að vera aðeins litríkari eða hressari en við eigum að venjast. Hér er á ferð einstaklega glæsilegt heimili leikkonunnar Carice van Houten, sem hefur meðal annars leikið í Game of Thrones. Stíllinn hennar er eins og “gangandi litasprengja” segir hún sjálf frá og með aðstoð innanhússhönnuðarins Nicole Dohmen hjá Atelier ND Interior tókst þeim að dempa litasprengjuna aðeins svo að allri fjölskyldunni gæti liðið vel að búa hér og útkoman er vægast sagt geggjuð!
Eins og þið vitið líklega nú þegar þá heilla litrík heimili mig afskaplega mikið og hér er farið alla leið með litríkum veggfóðrum með allskyns mynstrum, skærum litum og geggjuðum hönnunaríkonum og útkoman er sem konfekt fyrir augun.
Myndir: House Beautiful / Living Inside
Verner Panton FUN skeljaljósin yfir eldhúseyjunni eru alveg gordjöss og Ultrafragola spegillinn ásamt borðstofuborði eftir Sabine Marcelis eru ekkert nema draumur einn. Forstofan er þó í sérstöku uppáhaldi hjá mér, þessi ljósfjólubláa hurð við skræpótt veggfóðrið og hvernig því er parað saman við glæsilega glerljósakrónu og klassískt málverk sem stendur ofan á veglegu viðarborði sem dempar þetta aðeins niður svo útkoman er fullkomin að mínu mati.
Vá hvað svona heimili gefa mér mikinn innblástur – vonandi ykkur líka!
Skrifa Innlegg