fbpx

GULLFALLEGT & HEILLANDI HEIMILI

Heimili

Það er aldeilis kominn tími á eitt stykki gordjöss innlit! Þessi fallega íbúð er staðsett í Gautaborg og hér hefur verið nostrað við hvern krók og kima, fallegir loftlistar setja sinn svip á heimilið og smekkur eiganda (ásamt stílista) er upp á 10! Það er virkilega gaman að skoða hér hvernig hlutunum er stillt upp og hægt að fá hugmyndir en það má sjá vel uppraðaðar smáhlutahillur í nánast öllum herbergjum. Þetta er fullkomið heimili til að taka með okkur inn í helgina – heimilisinnblástur af bestu gerð.

Myndir via Entrance 

Ég er sérstaklega hrifin af gráa litnum á stofunni og gæti vel hugsað mér að mála mína stofu í þessum lit, þessi blanda af gömlu og nýju er það sem gerir þetta heimili svona fallegt að mínu mati. Það er ekkert eftirsóknarvert að eiga allt nýtt, eitthvað gamalt, stundum pínu sjúskað er það sem gefur heimilinu sál og hlýju.

Föstudagsinnlit af betri gerðinni, hvernig finnst ykkur þetta?

NÝTT Á ÓSKALISTANUM & INNLIT Í WINSTON LIVING

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Birna Antonsdóttir

    25. August 2017

    Sammála einstaklega smekklegt .Falleg litasamsetning veggjunum sem tónar við gamla gólfið, meira að segja veggfóðrið virkaði. Físarnar í holinu setja svo punktinn yfir i-ið :)

  2. Jóna

    25. August 2017

    Þessi er æði. Elska svona viðargólf og þessa glugga. Háir gólflistar og kverklistar. Svona lítur draumaíbúðin mín nokkurn vegin út. Svo fullkomnlega stílfærð.