fbpx

FYRSTA MONTANA HILLAN MÍN

HönnunKlassík

Síðasta vika hefur verið viðburðarík en meðal þess sem ég hef verið að gera var að taka viðtöl við nokkra mjög áhugaverða einstaklinga sem staddir voru hér á landi í tilefni 40 ára afmælis Epal sem haldið var hátíðlega á föstudagskvöld. Ég hef enn ekki náð að vinna úr viðtölunum en meðal þeirra sem ég ræddi við var Jacob Holm sem hefur verið forstjóri hjá Fritz Hansen í rúm 18 ár og býr hann yfir hafsjó af fróðleik um hönnun. Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni… Fyrst teiknar hann á hilluna stílabók og stóran blíant sem á að vera að skissa fyrstu Montana hilluna, (kassi 60*60*30), efst skrifar hann svo “SVANA” og undir teikninguna “Love Peter L.”

Ég er enn að jafna mig eftir áfallið svo þið fáið ekki mynd af hillunni sjálfri. Ég hlæ reyndar sem betur fer af þessu, en hillunni mun ég aldrei koma í verð. Hillan sem ég fékk mér var hvít og einföld grunneining (x2) sem ég svo er eftir að ákveða smá hvernig ég vil skipta hólfunum upp, það er nefnilega hægt að leika sér endalaust með þessar hillur.

81f452f78707bdd30afe7aea9249226f4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b1408558ccaca86debd3b10ad421e8a7dpeter_lassen_billede

Það er ekki hægt að vera svekktur út í þennan dásamlega og krúttlega mann.

Þetta fer bara í reynslubankann, aldrei að sleppa gömlum manni lausum með olíutúss á rándýra hillu.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

FERM LIVING & AFMÆLI Í EPAL

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    4. October 2015

    hahahaha! Ég emja af hlátri – þetta er eitthvað sem kemur bara fyrir þig mín kæra – sé svipinn á þér fyrir mér!

  2. Erna

    4. October 2015

    hahahaha þú verður að sýna okkur mynd!!!

  3. Rakel

    5. October 2015

    Hahahah, ég á ekki til orð!!! Snap please??

  4. Helga

    5. October 2015

    Ég er í nettu sjokki fyrir þína hönd. Lífstíðareign, það er klárt mál :)

  5. Húsasund

    5. October 2015

    Hahah sá er góður! Þú verður að sýna okkur mynd :)

    .diljá

  6. Hanna Dís

    5. October 2015

    mæ ó mææææææ

  7. Halla Ýr

    6. October 2015

    Við verðum að sjá mynd….sorry en þetta er mjög fyndið :)

  8. María

    6. October 2015

    Svana, þetta er geðveikt ég myndi ekki vera í áfalli yfir illustration hans Peter L ég væri í skýunum yfir því og þú munt aldrei týma að selja þessar hlllur!

    • Svart á Hvítu

      7. October 2015

      Ég þarf að koma mér í það að taka mynd af gripnum!:) Kannski snýst þér hugur;)

  9. Rut R.

    7. October 2015

    Verður hún ekki bara verðmætari fyrir vikið? :)

  10. Hjördís

    11. October 2015

    Ég er sammála Maríu, embrace it og stilltu hlutunum í kringum teikninguna svo hún fái að njóta sín! Ekki margir sem eiga svona kustom hillu:)