fbpx

FERM LIVING & AFMÆLI Í EPAL

HönnunÓskalistinn

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að Epal fagnar í ár 40 ára afmæli sínu, og afmælishátíðin nær hámarki sínu í dag.

Á eftir á milli kl.17-19 verður sérstök afmælishátíð í versluninni í Skeifunni þar sem svipt verður hulunni af tveimur innsetningum sem listamennirnir Eske Kath og Haraldur Jónsson hafa unnið sérstaklega fyrir þetta tilefni. Ég er búin að vera með annan fótinn í versluninni í vikunni og hef fylgst með uppsetningunni hjá listamönnunum tveimur og verð að segja að þær koma mér skemmtilega á óvart. Vinnan sem búið er að leggja í þetta afmæli er ótrúlega mikil, því ásamt innsetningunum verða einnig kynnt sérstök Epal rúmföt sem Ingibjörg Hanna gerði í samstarfi við Epal, Vaðfuglinn í Epal litnum verður áritaður af Sigurjóni Pálssyni ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum. Einnig eiga eftir að líta dagsins ljós nokkrar fleiri vörur sem gerðar eru sérstaklega fyrir afmæli Epal sem ég er mjög spennt fyrir.

Í tilefni afmælisins komu til landsins fulltrúar eða jafnvel stofnendur helstu fyrirtækja sem Epal er með í verslun sinni, og ég er búin að ræða við nokkra þeirra í dag en þar má meðal annars nefna Trine Andersen stofnanda og eiganda Ferm Living. Ótrúlega hlý og skemmtileg kona sem ég hafði virkilega gaman af að ræða við um hönnun í dag, mikilvægi bloggara fyrir hönnunarmerki og annað áhugavert. Ég leyfi ykkur að lesa viðtalið innan skamms:) Í því tilefni tók ég saman nokkrar vörur frá Ferm Living sem eru á óskalistanum mínum og vildi deila með ykkur.

FermLiving

1. Innskotsborðin eru úr nýju húsgagnalínunni þeirra sem kemur í fyrsta sinn út í haust og ég er afar heit fyrir. 2. Púðarnir eru meðal vinsælustu vara frá merkinu og þennan bleika gæti ég vel hugsað mér að eiga. 3. Veggfóðrin eru upphaf merkisins og ástæða þess að Trine stofnaði Ferm Living. 4. Rúmteppin þeirra eru æðislega flott og einn daginn þegar ég nenni að búa um rúmið á hverjum degi þá mun ég eignast þetta rúmteppi. 5. Elkeland veggteppið er ég þegar búin að láta panta fyrir mig en það er með því flottara af haustlínu merkisins. 6. Spegill á leðuról… bara af því að það er svo töff:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

DÖKKT & ÞOKKAFULLT

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Fjola

  2. October 2015

  Ferm living er allra uppáhaldshönnunarmerkið mitt!! Mig dreymir um of mikið frá þeim … :)

 2. Lísa

  3. October 2015

  Veistu hvað veggteppið mun kosta?

  • Svart á Hvítu

   3. October 2015

   Var ekki komin með lokaverð frá versluninni, skal kíkja á það eftir helgi:)