fbpx

FULLKOMIÐ HEIMILI

Heimili

Það er mögulega of mikið að segja að heimili sem ég hef aldrei komið inn á sé fullkomið, en lita og efnisval á þessu heimili er svo vandlega valið og með öllum þessum fallegu smáhlutum verður útkoman nánast fullkomin. Stemmingin er notaleg og litavalið mjög dempað með aðeins gráum, brúnum og hvítum tónum, það höfðar ekki til allra en því er ekki að neita að útkoman er falleg. Myndirnar eru teknar af Kristofer Johnsson fyrir Residence magazine og stíliseraðar af Josefin Hååg en þau eru bæði miklir fagmenn og því er útkoman svona afskaplega glæsileg. Íbúðin er þó ekki stíliseruð að fullu því hér búa hjónin Marie and Martin Anker Svensson svo grunnurinn er þeirra, en stílistinn leggur lokahönd á heildarútlitið. Kíkjum á þetta fallega heimili…

Beautiful-Scandinavian-apartment-styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-JohnssonDining-room-gallery-wall.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-JohnssonLiving-room-tan-leather-Safari-chair.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-Johnsson Cozy-Scandinaian-living-room.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-Johnsson Kitchen-grey-and-concrete.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-JohnssonBiografen-Styling-Josefin-Hååg-Photo-Kristofer-Johnsson-700x459residence_biografen_276klarb-700x467Cozy-Scandinaian-living-room.-Styled-by-Josefin-Hååg-photographed-by-Krisofer-Johnsson

Myndir via 

Það eru nokkrir hlutir þarna sem ég væri vel til í að yfirfæra yfir á mína stofu, fyrst og fremst er það glerborðið, svo eru það léttu síðu gardínurnar og síðast en ekki síst er það mottan sem er algjört æði. En ég verð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að allt þetta þrennt er ekki æskilegt á heimili með lítið barn og kött. En það má alltaf láta sig dreyma;)

Hvernig finnst þér þetta heimili? Of litlaust? Eða algjört æði! 
Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

PROJECT BARNAHERBERGI

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Íris Tanja

    21. October 2015

    Algjört æði! Love it!

  2. María Sigurborg

    21. October 2015

    Ekkert smá flott íbúð! Og mottan er einmitt á óskalistanum hjá mér, veistu hvort hún fæst á Íslandi?

    • Svart á Hvítu

      22. October 2015

      Ég sé ekki mottuna alveg í heild sinni, en þetta virðist vera einhverskonar “Moroccan Shag” motta, getur fundið margar á google sem hægt væri að panta. En svo eru til í þessum stíl í Persíu hef ég séð:)
      -Svana

  3. Björk

    22. October 2015

    Vá, stofuborðið er æði, kannastu eitthvað við það ?

    • Svart á Hvítu

      22. October 2015

      Nei því miður, ekki í fljótu bragði. En þarf klárlega að komast að því, það er æðislegt:)