Ef þú ert í leit af einstakri jólagjöf fyrir þann sem kann að meta fallega hönnun þá er forkaupstilboðið á þessum glæsilegu hönnunarvörum frá FÓLK eftir að heilla þig.
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að eignast splunkunýja íslenska hönnun því FÓLK býður nú 20% afslátt af forkaupum á tveimur nýjum vörum eftir tvær vonarstjörnur íslenskrar hönnunar í dag sem eru jafnframt á meðal eftirsóttustu hönnuða landsins, það eru þau Theodóra Alfreðsdóttir og Jón Helgi Hólmgeirsson. Tilboðið gildir í desember en vörurnar koma úr framleiðslu og verða afhentar í janúar. Hægt er að fá afhent gjafabréf með mynd af vörunni sem hægt er að pakka inn og setja undir jólatréð ♡ Fullkomin jólagjöf fyrir fagurkera.
Þetta er einstök leið til að eignast hönnunina á lægra verði og styðja um leið íslenska hönnun og verðmætasköpun.
Composition Light borðlampi með snertistýrðu ljósmagni er ný lína borðlampa eftir Theodóru Alfreðsdóttur vöruhönnuð. Theodóra starfar sem hönnuður í London og var tilnefnd til Norrænu Formex Nova hönnunarverðlaunanna í ár. Lampinn er úr marmara og áli, og með snertistýrðri LED lýsingu. Lampinn kemur í þremur litum:
Hvítur marmari/Beinhvítur hringur,
Grænn marmari/Burstað ál,
Svartur marmari/Matt svart.
Snertistýring þýðir að maður snertir hringinn hvar sem er, og þá kemur við fyrstu snertingu 10% ljósmagn, við 2. snertingu 50% ljósmagn og við 3. snertingu 100% ljósmagn.
Tilboðsverð 48.364 kr.
VÁ! Eruð þið að sjá þessa ótrúlegu fegurð – mig dreymir um að eignast þennan lampa eftir hana Theodóru vinkonu mína, og Urban Nomad hilla eftir Jón Helga – sem er einnig vinur minn – er brilliant hönnun sem á erindi á hvert heimili. Þvílíkir hönnunartalentar ♡
Urban Nomad gólfhilla er ný viðbót við Urban Nomad vörulínuna. Hún er framleidd í Evrópu, úr endurunnu stáli og FSC vottuðum við. Hönnuður Urban Nomad er Jón Helgi Hólmgeirsson, sem nýverið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands ásamt tæknifyrirtækinu Genki.
Hillan kemur í tveimur stærðum, en þetta er hilla sem passar alls staðar.
Medium (68 cm (lengd) x 27 cm (breidd) x 84 cm (hæð))
Large (94 cm (lengd) x 27 cm (breidd) x 84 cm (hæð))
Og tveimur litum:
Svart stál/svartar viðarhillur
Grátt stál/hvítar viðarhillur
Large. Tilboðsverð 48.364 kr. // Medium. Tilboðsverð 44.254 kr.
Íslenska hönnunarmerkið FÓLK hefur verið að vekja athygli erlendis, bæði meðal erlendra söluaðila og hönnunartímarita og gerði fyrirtækið nýverið samning um dreifingu og sölu merkisins í Noregi. Bæði hafa Lifandi hlutir, marmarahlutir hannaðir af Ólínu Rögnudóttur fyrir FÓLK verið mjög vinsælir, enda bæði kertastjakar og blómavasar og í fallegum verðlaunuðum gjafaumbúðum, hönnuðum af hönnunarstofunni E&co. Auk þess hafa Urban Nomad vegghillurnar verið vinsælar, en þær hannaði Jón Helgi Hólmgeirsson fyrir FÓLK.
Forkaupstilboðið gildir út Desember. Vörurnar eru afhentar í Janúar og hægt er að næla sér í tilboðið með því að smella hér eða með því að senda tölvupóst á folk@folkreykjavik.com
Falleg og framsækin íslensk hönnun er án efa jólagjöfin í ár fyrir fagurkerann. Það hefur því bæst á óskalistann minn fleiri vörur frá FÓLK en þau eru eftir að ná ótrúlega langt og ég hlakka mikið til að fylgjast með áframhaldandi velgengni þeirra.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg