fbpx

LISTILEGAR JÓLAGJAFAHUGMYNDIR ÚR SAFNBÚÐUM LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

ListSamstarf

Með aðeins nokkra daga til jóla er tilvalið að skoða saman nokkrar jólagjafahugmyndir sem finna má í Safnbúðum Listasafns Reykjavíkur. Ég hef átt í góðu samstarfi með þeim undanfarið ár, þá sérstaklega Kjarvalsstöðum og þekki orðið vöruúrvalið í Safnbúðum þeirra ansi vel og ég get lofað ykkur því að það mun koma á óvart – sérstaklega barnavörurnar sem eru frábærar, skapandi og á góðu verði. Kjarvalsstaðir eru á meðal fallegustu staða í borginni og tilvalið að gera sér góðan dag, kíkja við á kaffihúsið þeirra, skoða sýningarnar og í leiðinni kíkja á jólagjafahugmyndir, fyrir börnin, fyrir listaunnandann og fyrir þann – sem á allt!

Í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni eru reglulega haldnar sýningar á verkum eftir þrjá af þekktustu listamönnum þjóðarinnar, Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson. Því má að sjálfsögðu finna listaverk eða bækur um þessa þekktu listamenn í jólagjafahugmyndunum hér að neðan. Á Kjarvalsstöðum er gott úrval af veggspjöldum, mörg hver árituð og kosta ekki nema 6.500 kr. og í Hafnarhúsi má finna einstök árituð og númeruð Erró verk. Ég hef einmitt verið með augun á einu verki í að verða átta ár sem fæst í Hafnarhúsinu og það styttist í að ég láti það eftir mér – eilífðareign, eins og margir þessir hlutir sem sjá má að neðan.

// 1. Svart og Hvítt, Erró veggspjald. 6.500 kr. Kjarvalsstaðir // 2. Afsteypur, Ásmundur Sveinsson. Hvíld, Jörðin og Jónsmessunótt, verð frá 14.000 – 44.000 kr. Kjarvalsstaðir og Ásmundarsal // 3. Á Kjarvalsstöðum er gott úrval af vörum frá Morris & co í tilefni sýningar sem var fyrr á árinu um William Morris. 4.800 kr. // 4. Erró verk, stafrænt prent, undirritað og áritað, 110.000 kr. Fæst í Hafnarhúsinu. // 5. Pyropet kertin fást á Kjarvalsstöðum, Einhyrningur verð 5.650 kr. // 6. Urð kerti ásamt sápum fást á Kjarvalsstöðum og Hafnarhúsi. //  6. Glæsileg leður snyrtitaska, tilvalin fyrir herra. 6.900 kr. Kjarvalsstaðir. // 7. Morris & co púðaver í góðu úrvali og fallegu prenti fást á Kjarvalsstöðum, 10.900 kr. 

// 1. Ásmundur Sveinsson, bók, 12.900 kr. Kjarvalsstaðir og Hafnarhús.  // 2. Erró bakki, einnig til svarthvítur, 3.800 kr. // 3. Silkislæða, Morra Reykjavík, 10.900 kr. Kjarvalssstaðir. // 4. Erró veggspjald, Ítalskar brúður, áritað. 6.500 kr. Kjarvalsstaðir. // 5. Eyborg Guðmundsdóttir, bók. Kjarvalsstaðir og Hafnarhús. // 6. Veggspjald “Yay”, Hugleikur Dagsson, 4.900 kr. Hafnarhús. // 7. Jöklakerti eftir Brynjar Sigurðsson. Kjarvalsstaðir og Hafnarhús. // 8. Erró bók, Rizzoli, 9.800 kr. Kjarvalsstaðir og Hafnarhús. 

Barnadeildin er í miklu uppáhaldi, hér má finna gott úrval af skemmtilegum og skapandi leikföngum á mjög góðu verði ásamt vel völdum barnabókum sem hæfa Listasafni Reykjavíkur vel.

// 1. Dýr til að setja saman, 2.200 kr. // 2. “Cat lovers” og “Dog lovers” spil og pússl. 2.220 kr. og 4.800 kr. // 3. Vigdís, barnabók um fyrrverandi forseta Íslands. Höfundur: Rán Flygenring. Hafnarhúsið. // 4. Jenga kubbaspil. 4.380 kr. // 5. Viðardýr, 6.300 kr. Kjarvalsstaðir. // 6. Ævintýri Lísu í Undralandi, myndskreytt af Yayoi Kusama. Kjarvalsstaðir og Hafnarhús. // 7. Litir í góðu úrvali á Kjarvalsstöðum, þessir ilma (og vekja upp minningar hjá mér) 1.200 kr. // 8. Minnisleikur, 2.950 kr. Kjarvalsstaðir. // 9. Risaeðla til að setja saman, 3.500 kr. // 10. Ofurhetjur til að setja saman, 4.200 kr. Kjarvalsstaðir. // 

Ég mæli svo sannarlega með heimsókn í Safnbúðirnar en þar leynast margir gullmolar, margir hverjir sem eru á óskalistanum mínum. Færslan er skrifuð í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur en hugmyndirnar hér að ofan eru allar vörur valdar af mér og sem ég gæti vel hugsað mér að fá undir jólatréð. Ég veit að minnsta kosti hvað er efst á mínum lista – en það er aðeins að sjá í Hafnarhúsinu ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HUGMYNDIR // FALLEG JÓLAINNPÖKKUN & JÓLASKREYTINGAR

Skrifa Innlegg