fbpx

DRAUMAHÚS FRÁ 1930

Það er eitthvað ótrúlega heillandi við þetta hús sem byggt var um 1930 og skartar ennþá mörgum upprunalegum einkennum. Það er vissulega ekki hægt að komast yfir sambærileg hús hér á landi og stundum vildi ég hreinlega óska þess að ég byggi í Danmörku svo ég gæti eignast gamalt hús sem gaman væri að gera upp, en stíllinn á þessum gömlu klassísku húsum er svo fallegur. Hér er einnig að finna risastórann draumagarð en það er líka innbúið sjálft sem gerir þetta heimili ennþá meira heillandi.

Stofan er sérstaklega falleg og hlýleg, takið eftir hvað kristalljósakrónurnar gera mikið fyrir herbergin.

Ég gæti vel hugsað mér að setja Rand mottuna mína undir borðstofuborðið en það er mögulega með því ópraktískara sem hægt er að gera með barn á heimilinu.

Myndir via Residence 

Þvílíkur draumur að búa í svona sveitasjarma höll ef svo má kalla, ég er sérstaklega hrifin af því hvernig gömlum hlutum er blandað við módernískari hluti. Rand mottan á móti gömlum viðarstólum, ljósasería á móti kristalskrónum og inniplöntur sem gefa heimilinu líf. Einstaklega vel heppnað heimili með sál.

Hvernig finnst ykkur þessi sveitarómans stíll?

Á EFSTU HÆÐ Í HJARTA STOKKHÓLMS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. María Sigurborg

    26. June 2017

    Draumur ?

  2. Svala

    29. June 2017

    Mjöög flott :)