fbpx

DRAUMAHEIMILI FULLT AF KLASSÍSKRI HÖNNUN

Heimili

Minna er meira eða “less is more” eru setning sem margir tengja við en oft er gott að hallast aðeins í hina áttina sérstaklega þegar kemur heimilum þar sem sjá má skemmtilega persónulegt safn af fallegum munum. Slík heimili heilla mig alltaf mjög mikið, þar sem sjá má einhverja sögu og heimilið komið með þroskaðan stíl – en að sjálfsögðu gerist þetta bara á eðlilegum hraða. Hægt og rólega sönkum við að okkur nýjum og gömlum munum, stundum ættargripum, listaverkum frá börnunum ásamt fallegum munum sem við höfum virkilega fyrir því að eignast. Ég er með einn góðan lista sem ég geymi í höfðinu á mér þar sem finna má fágæt hönnunaríkon sem ég hefði gaman af því að eignast einn daginn.

Þetta fallega heimili sem ég vil deila með ykkur er akkúrat svona heimili eins og ég var að lýsa, hér má finna fallega hönnun í hverju horni í blandi við persónulega muni og sýnir heimilið glögglega að eigandinn er með mjög næmt auga fyrir hönnun og list.

Hér gæti ég búið …

Myndir via Elle Decoration

Fallegt, fallegt, fallegt!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

48 FM BLEIKT HEIMILI HJÁ VÖRUHÖNNUÐUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur

    24. January 2019

    Elska þetta – svooo fallegt!