fbpx

DÖKKIR VEGGIR & ÖNNUR HUGGULEGHEIT

Heimili

Mig langar ofsalega mikið til að mála veggi hér heima í dökkum lit og þetta heimili gefur mér svo sannarlega innblástur til þess. Dökkgrái liturinn á ganginum er ótrúlega fallegur en að mála veggi í dökkum litum gerir það samstundis svo hlýlegt og jafnvel örlítið heimilislegra. Þó hef ég alltaf forðast það að mála veggi á heimilinu mínu enda alltaf í leiguhúsnæði til styttri tíma og þá er maður ekki mikið að nenna að mála. En við erum svo extra ánægð þar sem við búum núna að vonandi verður þetta til lengri tíma litið og því mætti alveg draga upp málningarpensilinn oftar.

HH 3an bild 13

Þessi litur hér að ofan er algjör draumur, og gefur rýminu svo mikinn klassa.HH 3an bild 19HH 3an bild 4HH 3an bild 5

Takið eftir hvað teppin á gólfinu, á sófanum, taupullan og síðar gardínurnar gera stofuna kósý og hlýlega þrátt fyrir hvíta litinn.

HH 3an bild 8 HH 3an bild 18

Svefnherbergið er dökkbrúnt og fallegt, ég er alveg viss um að hér sofi maður vel.HH 3an bild 16HH 3an bild 15 HH 3an bild 14-1

Flottar vegghillur frá Wrong for Hay, þetta er alveg sérstaklega skemmtileg mynd. Mjög smart uppsetning:)

HH 3an bild 6

Artek kollar í stafla og planta í poka.

HH 3an bild 3HH 3an bild 1

“Uppblásinn” kollur frá Hay sem heitir Plopp stool.
HH 3an bild 7

Eruð þið ekki sammála hvað þetta er góð tilbreyting frá öllu þessu hvíta?:) Ég er þó ekki að fara frá mínum hvíta smekk, langt því frá en þetta er þó góð blanda. Stofan og eldhúsið er til að mynda hvít í grunninn en anddyrið og svefnherbergi í fallegum dökkum tónum.

Algjör draumur.

Ljósmyndari: Sara Danielsson
Stílistar: Pella Hedeby & Marie Ramse

PANDABJÖRN FRÁ FÓU FEYKIRÓFU

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. HÚSASUND

    13. December 2014

    Takk! Herbergisskipan á þessum myndum svipar mjög mikið til nýju íbúðarinnar minnar þannig þetta er frábær innblástur fyrir mig. Síðan á ég líka næstum eins sófa :)

    .diljá

  2. Guðrún Valdimarsdóttir

    13. December 2014

    Mér finnst það mjög fallegt að mála með dökkum lit eins og einn vegg og það getur breytt ótrúlega miklu. Ég málaði einu sinni vegg í stofunni minni, hann átti að verða svargrár en það var pínu rautt og blátt í litnum svo þetta varð eiginlega mjög dökk fjólublátt, það var alls ekki fallegt og ég hef ekki þorað þessu síðan.

  3. Thelma

    14. December 2014

    Ég er með sjúkt craving í dökk grænan – hef séð það á nokkrum bloggum og minnir að það hafi verið hjá einni í þættinum heimsókn. Alveg truflað flott. Er nefnilega að spá hvort grár sé að renna sitt skeið?
    P.s Karrí gulur á móti öllu þessu gráa væri líka sjúkt en kannski full spes ;)

  4. Elfa

    15. December 2014

    Veistu hvaðn þessi fallegi dökkbrúni litur er þ.e framleiðandi og litanúmer?

  5. Lovísa

    19. January 2015

    Er tad bara ég, eda er ótrúlega mikid vid hæfi ad vera med koll sem heitir ‘plopp stool’ inná badherbergi hjá sér?!

  6. Elisa

    16. September 2016

    Hæ veistu nokkuð hvað grái liturinn a efstu myndinni heitir, hann er svooo flottur