Mig langar ofsalega mikið til að mála veggi hér heima í dökkum lit og þetta heimili gefur mér svo sannarlega innblástur til þess. Dökkgrái liturinn á ganginum er ótrúlega fallegur en að mála veggi í dökkum litum gerir það samstundis svo hlýlegt og jafnvel örlítið heimilislegra. Þó hef ég alltaf forðast það að mála veggi á heimilinu mínu enda alltaf í leiguhúsnæði til styttri tíma og þá er maður ekki mikið að nenna að mála. En við erum svo extra ánægð þar sem við búum núna að vonandi verður þetta til lengri tíma litið og því mætti alveg draga upp málningarpensilinn oftar.
Þessi litur hér að ofan er algjör draumur, og gefur rýminu svo mikinn klassa.
Takið eftir hvað teppin á gólfinu, á sófanum, taupullan og síðar gardínurnar gera stofuna kósý og hlýlega þrátt fyrir hvíta litinn.
Svefnherbergið er dökkbrúnt og fallegt, ég er alveg viss um að hér sofi maður vel.
Flottar vegghillur frá Wrong for Hay, þetta er alveg sérstaklega skemmtileg mynd. Mjög smart uppsetning:)
Artek kollar í stafla og planta í poka.
“Uppblásinn” kollur frá Hay sem heitir Plopp stool.
Eruð þið ekki sammála hvað þetta er góð tilbreyting frá öllu þessu hvíta?:) Ég er þó ekki að fara frá mínum hvíta smekk, langt því frá en þetta er þó góð blanda. Stofan og eldhúsið er til að mynda hvít í grunninn en anddyrið og svefnherbergi í fallegum dökkum tónum.
Algjör draumur.
Skrifa Innlegg