fbpx

DIY MARMARATÖLVA

DIYHugmyndir

Það hefur eflaust farið framhjá fæstum að marmari er það allra heitasta þessa stundina. Verst er hversu dýr ekta marmari er og má því sjá allskyns útfærslur af DIY marmaralausnum, nóg er að fletta upp leitarorðinu “DIY marble” á Pinterest og þá koma upp hugmyndir hvernig hægt er að marmaravæða fatnaðinn þinn, neglurnar, stofuborðið, skissubókina og svo margt fleira.

EN… að marmaravæða tölvuna þína er bara alveg sérflokkur fyrir sig, það er bara nokkrum númerum of flott:)

marble-macbook-diy-henriette-amile-kalbekken-apple

Screen Shot 2014-02-26 at 19.33.29

Þessar leiðbeiningar hér að neðan fékk ég í láni frá Christinu Dueholm á Passion for fashion blogginu. 

diy

Mér finnst þetta alveg hrikalega fallegt og passar vel við silfurlitaða tölvuna.

Marmaralímmiða má t.d. kaupa á Aliexpress hér.

Er þetta ekki alveg þess virði að reyna við?:)

STIGI Á FJÓRA VEGU

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    17. March 2014

    Vá geggjað! Ég vildi að ég gæti gert svona! Ég er of mikill klaufi til að geta gert þetta rétt ..

  2. Ellen Björg

    17. March 2014

    Þetta kemur mjög vel út og ég væri alveg til í að prufa þetta en er hálf hrædd við að ef þetta mistekst er maður búin að “skemma” tölvuna sína. Því væri gaman ef þú ákveður að gera þetta sjálf ef þú gætir sett inn aðra færslu til að segja hvernig hafi tekist til :)

    • Svart á Hvítu

      17. March 2014

      Tölvan skemmist 100% ekki:) Það hefur verið vinsælt hjá mörgum að setja allskyns límmiða á tölvurnar til að skreyta og aðskilja frá öðrum tölvum, og þegar þeir eru teknir af þá er ekkert sem skilur eftir.
      En ég set inn færslu þegar ég er búin!:)

      • Ellen Björg

        17. March 2014

        Æðislegt. Takk, takk :)

  3. Gunnlaugur Karlsson

    17. March 2014

    Mynd á instagram.com/merkistofan

  4. Anna

    17. March 2014

    mjög mikið úrval af svona sjálflímandi pappír í Bauhaus m.a. marmara

  5. Þórdís Brynjólfs

    18. March 2014

    Það er til svona í Bauhaus. Þar rosalega mikið til af filmum með allskonar áferðum og munstrum ;)