Það hefur eflaust farið framhjá fæstum að marmari er það allra heitasta þessa stundina. Verst er hversu dýr ekta marmari er og má því sjá allskyns útfærslur af DIY marmaralausnum, nóg er að fletta upp leitarorðinu “DIY marble” á Pinterest og þá koma upp hugmyndir hvernig hægt er að marmaravæða fatnaðinn þinn, neglurnar, stofuborðið, skissubókina og svo margt fleira.
EN… að marmaravæða tölvuna þína er bara alveg sérflokkur fyrir sig, það er bara nokkrum númerum of flott:)
Þessar leiðbeiningar hér að neðan fékk ég í láni frá Christinu Dueholm á Passion for fashion blogginu.
Mér finnst þetta alveg hrikalega fallegt og passar vel við silfurlitaða tölvuna.
Marmaralímmiða má t.d. kaupa á Aliexpress hér.
Er þetta ekki alveg þess virði að reyna við?:)
Skrifa Innlegg