fbpx

DEKKAÐ JÓLABORÐ

Persónulegt

Þá er uppáhaldsmánuðurinn minn á árinu loksins genginn í garð jibbý!

Ég kom heim úr yndislegri mæðgnaferð frá Boston fyrr í vikunni og vá hvað það var æðislegt að fá smjörþefinn af amerískum jólum þar sem öllu er tjaldað til, með jólatónlist í öllum verslunum, jólakransar á hverjum ljósastaur og rauður jólasveinn í hásæti sínu bauð mér að setjast í kjöltuna á sér í myndatöku (sem ég að sjálfsögðu þáði). Ég elska fallegar jólaskreytingar og þarna mátti sjá nóg af þeim enda hver einasta verslun með glæsilegar jólaútstillingar og ég upplifði mig dálítið eins og í jólabíómyndunum sem ég man eftir úr æsku þegar ég horfði á stærsta jólatré lífs míns tendrað við jólatónlist og almáttugur hvað kaninn fer “all in” og ég elska þá fyrir það.

Að öðru, ég hef síðustu daga verið að undirbúa OFUR jólagjafaleik hér á blogginu sem fær í senn að vera afmælisgjafaleikur í tilefni þess að Svart á hvítu fagnaði nýlega 7 ára afmæli sínu sem hlýtur að teljast ansi merkilegur áfangi og vá hvað ég er stolt.

Ég hef því fengið til liðs við mig nokkrar af flottustu hönnunarverslunum landsins til að búa til flottasta gjafaleik sem þið hafið séð. – Mæli því með að fylgjast vel með til að missa ekki af neinu.

Í dag hafði ég hinsvegar tekið að mér að skreyta jólaborð í verslun Epal í Skeifunni, mögulega örlítið út fyrir minn þægindarramma þar sem að verð að viðurkenna að ég held aldrei svona fín matarborð þar sem allt stell er týnt til – en gaman var það. Ég vildi gera þetta í mínum anda, ekkert of jólalegt og ofhlaðið heldur stílhreint og létt og að sjálfsögðu er bleiki liturinn aldrei langt undan þegar ég kem nálægt. Bleiku Issey Miyake diskamotturnar og glasamottur frá Iittala voru það fyrsta sem ég ákvað að leggja á borðið og allt hitt kom út frá þeim, Iittala Taika og Tema diskar urðu fyrir valinu ásamt Arne Jacobsen hnífapörum frá Georg Jensen. Glösin eru einnig frá Iittala, Essence hvítvínsglas, Ultima Thule fyrir vatn en svo bætti ég við þriðja glasinu sem er frá Hay. Borðskrautið er einnig látlaust að mínu mati, String kertastjaki frá Ferm Living, postulíns jólatré frá Postulínu, glerbakki frá Menu ásamt nokkrum munum sem sjást ekki á þessari mynd m.a. glæsilega silfur kannan frá Georg Jensen. Ég viðurkenni að þetta var töluvert skemmtilegra en ég þorði að vona og hver veit nema ég vippi upp einu góðu matarboði sem fyrst þar sem ég dekka upp borðið frá a-ö.

15292611_10155483254958332_68416785_o 15302402_10155483232448332_1445994501_o

En hvað segið þið annars með gjafaleikinn… spennt?

skrift2

GRÁTT Á GRÁTT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1