Það er aldeilis kominn tími á nýtt innlit og þetta hér að neðan er alveg æðislegt og svo mikið af skemmtilegum hugmyndum að finna og vel hugsað út í smáatriðin. Stíllinn er afslappaður með smá bóhemísku ívafi, þarna má finna uppstoppaða fugla, fallega hönnun og nóg af gömlum hlutum með sál. Ég er mjög hrifin af svona forvitnilegum heimilum, það er jú nóg að skoða þarna inni og ég er þegar búin að rýna vel í myndirnar, skoða skrautið á eldhúsveggnum, ljósaskiltið í svefnherherberginu og telja alla glerkúplana, jú þeir eru nefnilega sex talsins. Hér býr smekkkonan Karoline Vertus sem hefur augljóslega mjög gaman af því að nostra við heimilið.
Stílisti: Emma Persson / Myndir : Andrea PapiniÉg væri gjarnan til í að sjá meira frá þessari íbúð, þá meira frá svefnherberginu, baðherberginu og af ganginum. Það vekur athygli mína að það eru nokkuð ólík gólfefni í hverju rými og þónokkuð margar gólfmottur sem gefa heimilinu mjög hlýtt yfirbragð. Motturnar og flísarnar eru í þessum “marokkóska” stíl sem smellpassar algjörlega við þennan heimilisstíl. Ég gæti vel hugsað mér eina slíka mottu ásamt svona pallíettuábreiðu sem liggur á rúminu… ásamt nokkrum öðrum hlutum:)
Hvernig lýst ykkur á þetta heimili?
Skrifa Innlegg