fbpx

BLEIKT & BJÚTÍFÚL Í GAUTABORG

Heimili

Hér er á ferð sjarmerandi íbúð sem staðsett er í Gautaborg og var það litavalið sem heillaði mig alveg upp úr skónum. Bleikir og brúnir tónar ráða ríkjum og stærðarinnar hvít marmaraklædd eyja er miðpunktur heimilisins. Hringlaga speglar hafa verið að vekja mikla eftirtekt undanfarið og er farið að vera erfitt að finna heimili sem skartar að minnsta kosti ekki einum slíkum, hér kemur hann vel út yfir eldhús / borðstofuborði en við erum vanari að sjá þá í anddyri og á baðherbergi. Sjáið líka hvað það gerir mikið að hafa svörtu húsgögnin og ljósin til að brjóta aðeins upp á.

Æðisleg útkoman!

Sjá þetta heillandi hverfi – ég varð að leyfa þessari mynd að fylgja með hvar íbúðin er staðsett í Gautaborg.

Myndir via Reveny

Hvít heimili eru klárlega á undanhaldi og tími lita runninn upp – en sitt sýnist hverjum og það eina sem skiptir máli er að okkur líði vel á heimilinu.

Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana.svartahvitu og á Snapchat @svartahvitu

BATMAN BARNAAFMÆLI HJÁ ÞÓRUNNI HÖGNA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Marta Sigurðardóttir

    20. February 2018

    Sæl, ég er alveg dolfallin yfir þessum bleika lit, veistu nokkuð um svipaðan (eins!) lit hér heima?

    • Svart á Hvítu

      20. February 2018

      Hæhæ, mér dettur ekki í fljótu bragði í hug litaheiti… En ég venjulega sendi allar fyrirspurnir á Árnýju í Sérefni og hún finnur oftast rétta heitið, hún sér um fb síðuna þeirra https://www.facebook.com/serefni/
      Sendu endilega skilaboð með link á þessa færslu er viss um að þú fáir svör:)

      Mbk.Svana

  2. Pingback: 7 Modern mid century spaces that you will love this winter season - Daily Dream Decor